Kynning mars/apríl 2016

Umsagnartímabili lauk þann 20. apríl 2016

Um ferlið

Opið samráðs- og kynningarferli

Verkefnisstjórn hefur nú kynnt drög að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta. Drögin voru kynnt þann 31. mars sl. á opnum kynningarfundi í Hörpu í Reykjavík

Um leið og drögin að tillögu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta voru kynnt hófst þriggja vikna kynningar- og samráðsferli, hið fyrra af tveimur slíkum samráðsferlum. 

Þetta samráðsferli stendur dagana 31. mars - 20. apríl 2016. Meðan á samráðsferlinu stendur er öllum frjálst að senda verkefnisstjórn skriflegar athugasemdir um framkomin drög. Verkefnisstjórnin mun vinna úr öllum framkomnum athugasemdum. Hægt er að senda inn athugasemdir á þessari síðu.

Í lögum um rammaáætlun segir svo um þetta fyrra samráðsferli:

Að fengnum niðurstöðum faghópa vinnur verkefnisstjórn drög að tillögum um flokkun virkjunarkosta og afmörkun virkjunar- og verndarsvæða í samræmi við flokkunina. Hún skal leita samráðs við almenning og umsagna um drögin hjá viðeigandi stofnunum, stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga, félagasamtökum og hagsmunaaðilum (3. mgr. 10. gr laga nr. 48/2011). 

Nánari upplýsingar um framhald vinnu við rammaáætlun má finna á tímalínunni. Athygli er vakin á að einnig verður unnt að senda inn umsagnir vegnar tillagna verkefnisstjórnar að flokkun virkjunarkosta í 12 vikna samráðsferli sem hefst 11. maí nk.


Kynningargögn

Drög að tillögu um flokkun virkjunarkosta

Drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga, kynnt 31. mars 2016 - Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar


Frekari upplýsingar og gögn:Innsendar umsagnir

Innsendar umsagnirNr. Landsvæði Virkjunarhugmynd Sendandi Lýsing
271 Almenn umsögn Almennt Samorka Sjá nánar
272 Almenn umsögn Hólmsárvirkjun neðri við Atley - R3121A Orkusalan Sjá nánar
273 Almenn umsögn Almennt Orkustofnun Sjá nánar
274 Almenn umsögn Almennt Einar Sindri Ólafsson Almenn umsögn varðandi drög að 3.áfanga verkefnisstjórnar Ég lýsi yfir almennri ánægju með störfum verkefnisstjórnar. Rammaáætlun er nauðsynlegt verkfæri til að koma á sátt í samfélaginu um hvað eigi að nýta og hvað eigi að vernda. Ég tek undir með verkefnisstjórn að líta eigi á svæði sem eina heild og fagna því að vatnasvið Skjálfandafljóts, Héraðsvatna, Skaftár og efri hluti Þjórsár hafi farið í verndarflokk. Einnig tel ég að vatnasvið Hólmsár ætti einnig heima í verndarflokki. En það er einnig nauðsynlegt að taka af allan vafa varðandi virkjunarkosti í biðflokki. Rök fyrir flokkun Hagavatnsvirkjunar í biðflokk eru t.d. engin, skv. Rökum verkefnisstjórnar á kosturinn heima í verndarflokki. Eins má segja um Hágönguvirkjun og Hvítá ásamt jarðhitakostum í Innstadal og Trölladyngju. Ég er í meira lagi hissa á að Skrokkölduvirkjun sé látin í orkunýtingarflokk þar sem kosturinn á klárlega heima í verndarflokki. Það sama má segja um Urriðafossvirkjun og Austurengjar. Ég tel líka að skoða hefði mátt Eldvörp og Hvalárvirkjun í 3.áfanga. Taka þurfti tillit til áhrif á ferðamennsku, landslags og víðernis á þeim kostum. Bjarnarflag hefði einnig mátt skoða aftur þar sem áhrif á Mývatn eru óviss og m.v. fréttir af hnignun lífríkis í Mývatni síðustu ár tel ég það afar brýnt mál að fara að öllu með gát í þeim efnum. Virðingafyllst Einar Sindri Ólafsson Selfossi 19.apríl 2016 Sjá nánar
275 Almenn umsögn Skrokkölduvirkjun - R3126A Einar Sindri Ólafsson Sjá nánar
276 Almenn umsögn Urriðafossvirkjun - R3131A Einar Sindri Ólafsson Athugasemdir varðandi Urriðafossvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár Ég legg til að Urriðafossvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár verði færðar í verndarflokk úr orkunýtingarflokk 3.áfanga verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaráætlunar, til vara legg ég til að virkjunarkostirnir verði færðir í biðflokk. Ég geri alvarlegar athugasemdir varðandi einkunnagjöf faghóps II varðandi Urriðafoss-svæðið. Það fær lægstu mögulegu einkunn fyrir hlut ferðamennsku sem er ekki hægt að skýra með öðru en óvönduðum vinnubrögðum. Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins og er sá foss sem er í stystu fjarlægð frá Þjóðvegi 1. Nú hefur verið ráðist í þónokkrar framkvæmdir, að verðmæti 9 miljóna króna, til að auka aðgengi að fossinum. Bílastæði hefur verið stækkað, nýr göngustígur lagður, svæðið afgirt, upplýsingaskilti látið upp o.fl. Áætlað er að um 50.000 ferðamenn hafi komið og skoðað fossinn árið 2013 og töluvert fleiri bæði árið 2014 og 2015. Það eru gríðarlega mikil tækifæri sem liggja í þessu svæði til framtíðar. Ef að virkjunáformum verður, myndi fossinn að miklu leyti hverfa og ekki verða svipur hjá sjón. Það er því ljóst að Urriðafossvirkjun myndi eyðileggja framtíðarmöguleika svæðisins í ferðamennsku. Það er því mjög óraunhæft að gefa svæðinu 0 af 10 í einkunn fyrir ferðamennsku. Einnig verð ég að gera athugasemdir varðandi laxstofninn í neðri hluta Þjórsár sem er, eins og segir í drögum að lokaskýrslu: „...laxastofn sem hafi sérstöðu á heimsvísu hvað varðar stærð og aðlögun að óvenjulegu umhverfi.“ Þessi laxstofn er líklega stærsti villti laxstofn í Evrópu og er það mikilvægur að ekki er hægt að fórna honum fyrir raforkuvinnslu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt sem styður það að laxstofninn muni lifa af fyrir ofan Urriðafoss. Ég gef lítið fyrir það að þessir hlutir eigi að meta í MAÚ, þetta á að vera ljós á fyrri stigum málsins svo engin vafi liggi á hvaða áhrif virkjunarkostir hafa m.v. aðra kosti. Varúðarreglan ætti því að gilda í þessu máli og virkjunarkosturinn ætti með réttu heima í verndarflokki. Virðingafyllst Einar Sindri Ólafsson Selfossi 19.apríl 2016 Sjá nánar
277 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Axel Valur Birgisson Sjá nánar
278 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Bláskógabyggð Sjá nánar
279 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu Sjá nánar
280 Almenn umsögn Almennt Landsvirkjun Sjá nánar
281 Almenn umsögn Hrafnabjargavirkjun C - R3110C Hrafnabjargavirkjun hf. Hrafnabjargavirkjun hf. sendir inn hjálagða umsögn - hún er merkt \"Hrafnabjargavirkjun C - R3110C\" en gildir að breyttu breytanda um alla virkjunarkosti sem félagið hefur sent inn til mats, þótt áherslan sé á kosti C. Hrafnabjargavirkjun leggur áherslu á að forsendur fyrir framlagningu draga verkefnisstjórnarinnar séu ekki fyrir hendi og í raun eigi félagið ekki kost á því að taka afstöðu til þeirra tillagna sem fram koma þar sem gögn er ýmist ófullnægjandi, ekki fyrir hendi eða ekki aðgengileg. Því er gerð krafa um að drög að rammaáæltun séu dregin til baka þar til lagaskilyrðum er fullnægt. Að öðru leyti er vísað til meðfylgjandi skjals. Sjá nánar
282 Almenn umsögn Hrafnabjargavirkjun C - R3110C Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar Þann 31. mars 2016 lagði verkefnastjórn þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar fram drög að lokaskýrslu sinni. Í þeim drögum kemur meðal annars fram að Hrafnabjargavirkjun, ásamt öllum virkjunarkostum í Skjálfandafljóti, skuli sett í verndarflokk og fái ekki að njóta vafans enn um sinn með því að vera sett í biðflokk. Af lestri ítarefnis með drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnarinnar er ekki að sjá að faghópar 3 og 4, sem meta skulu efnahagsleg og samfélagsleg áhrif virkjananna, hafi skilað nokkrum niðurstöðum eða gögnum og því hlýtur verndarflokkun sú sem kynnt er í drögum verkefnisstjórnar að vera verulega ábótavant, þannig að gangi þvert gegn fyrirmælum laga um verklag og málsmeðferð. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) er samnefnari sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð, en alls búa um 25 þúsund íbúar á starfssvæði AFE. Öll hafa sveitarfélögin þurft að búa við langvarandi afhendingar-óöryggi og skort í orkumálum. Möguleikar landshlutans til að draga til sín atvinnufyrirtæki, störf og fólk eru þannig nú þegar skertir og engan veginn á jafnræðisgrunni við flesta aðra landshluta. Frekari erfiðleikar við orkuöflun og framleiðslu gera erfitt ástand verra og ekki skynsamlegt að útiloka frekari valkosti við orkuöflun fyrr en öllum stein hefur verið velt við. Þetta er ekki síst öryggismál, þar sem nánast öll orkuöflun landshlutans er á sama vatnasvæði eins og staðan er í dag. Hér með er drögum um verndarflokkun allra virkjanakosta í Skjálfandafljóti mótmælt og óskað eftir endurskoðun á þeirri afstöðu sem svo birtist í drögum verkefnastjórnar. Virðingarfyllst, F.h. AFE Þorvaldur Lúðvík SIgurjónsson Framkvæmdastjóri Sjá nánar
283 Almenn umsögn Almennt Eyþing Sjá nánar
284 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Skírnir Sigurbjörnsson Sjá nánar
285 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Ólafur Björnsson hrl Sjá nánar
286 Almenn umsögn Hagavatnsvirkjun - R3139A Ólafur Björnsson hrl Umsögn Landeigenda Úthlíðar og Stekkhots Sjá nánar
287 Almenn umsögn Almennt Landvernd Sjá nánar
288 Almenn umsögn Austurgilsvirkjun - R3157A Austurgilsvirkjun ehf. Sjá nánar