Ferli Rammaáætlunar

Virkjanakostir í meðferð verkefnisstjórnar

Þessi fasi getur í heildina tekið allt að 3 ár

Almenn vinna við mat virkjunarkosta

Umsóknum um að verkefnisstjórn fjalli um virkjunarkosti skilað inn til Orkustofnunar

  • Faghópar skipaðir.
    Verkefnisstjórn skipuleggur vinnu sína
  • Faghópar vinna:
    Gagnaöflun og rannsóknir
  • Umsagnaferli þar sem UST, NÍ, Minjastofnun Íslands og Ferðamálastofa meta hvort fyrirliggjandi gögn séu nægileg til að meta virkjunarkosti
  • Faghópar vinna:
    Matsaðferðir þróaðar, AHP röðun.
  • Verkefnisstjórn vinnur úr niðurstöðum faghópa og undirbýr tillögur að flokkun.

Verkefnisstjórn kynnir drög að tillögu að flokkun.

Þessi fasi tekur um 1-3 mánuði

  • Fyrra samráðsferli:
    Samráðs leitað við almenning, stofnanir og helstu hagsmunaaðila.
  • Verkefnisstjórn vinnur úr innkomnum umsögnum og breytir tillögu sinni ef ástæða þykir til

Verkefnisstjórn kynnir tillögu að flokkun virkjunarkosta

Þessi fasi tekur lágmark 3 mánuði

  • Seinna samráðsferli:
    Lögbundið, a.m.k. 12 vikna, samráðsferli um tillögu verkefnisstjórnar að flokkun virkjunarkosta.
  • Verkefnisstjórn vinnur úr innkomnum umsögnum og breytir tillögu sinni ef ástæða þykir til.

Verkefnisstjórn leggur rökstudda tillögu að flokkun virkjunarkosta og afmörkun svæða fyrir ráðherra

Flokkunartillaga í meðförum ráðherra

Ráðherra gengur frá tillögum

Með breytingum

Þessi fasi tekur lágmark 3 mánuði

  • Nýtt umsagnarferli fer í gang. Sjá seinna samráðsferli
  • Ráðherra vinnur úr innsendum umsögnum og breytir tillögu sinni ef ástæða þykir til

Án breytinga

Tillaga til þingsályktunar lögð fram á Alþingi

Flokkunartillaga í meðförum Alþingis