Skipunarbréf faghópa

Faghópar rammaáætlunar eru skipaðir af verkefnisstjórn. Skipunarbréf innihalda lýsingu á verksviði faghópanna og upplýsingar um hverjir sitja í hverjum faghóp og til hvaða tíma faghópurinn er skipaður.

Skipunarbréf faghóps 1 - náttúruverðmæti og menningarminjar

Reykjavík, 30.maí 2018

Verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp I í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími þinn er frá 1.mars 2018 til 4.apríl 2021.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands, formaður

Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur, Hafrannsóknastofnun

Kristján Jónasson, sviðsstjóri, Náttúrufræðistofnun 

Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, Skagafirði

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði

Verkefni faghóps I er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.

Virðingarfyllst

Guðrún Pétursdóttir, formaður Verkefnisstjórnar 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar


Skipunarbréf faghóps 2 - auðlindanýting önnur en orkunýting

Reykjavík, 30.maí 2018

Verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp II í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, formaður

Anna G. Sverrisdóttir, ferðamálaráðgjafi (skipuð 10. september 2018)

Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Veiðimálastofnun

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands (skipuð 14. júní 2018)

Sveinn Runólfsson, fyrrver. landgræðslustjóri

Verkefni faghóps II er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til annarrar nýtingar en orkuvinnslu, svo sem vegna ferðaþjónustu, útivistar og landbúnaðar. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Skipunartími hópsins er frá 15. maí 2018 til 4.apríl 2021.

Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.

Virðingarfyllst

Guðrún Pétursdóttir, formaður Verkefnisstjórnar 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar


Skipunarbréf faghóps 3 - samfélagsleg áhrif virkjana

Reykjavík, 10.september 2018

Verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með í faghóp III í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími faghópsins er til 4.apríl 2021.

Faghópurinn er þannig skipaður:

Hjalti Jóhannesson landfræðingur

Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur, formaður (skipaður 1. mars 2018)

Magnfríður Júlíusdóttir, landfræðingur (skipuð 1. mars 2018)

Sjöfn Vilhelmsdóttir stjórnmálafræðingur 

Verkefni faghóps III er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, svo sem áhrifa á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og aðra þá þætti sem hópurinn telur æskilegt og mögulegt að leggja mat á. Hópnum er m.a. ætlað að þróa aðferðafræði sem nýtist við matið, á grundvelli vinnu Faghóps III í 3. áfanga. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.

Virðingarfyllst

Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar


Skipunarbréf faghóps 4 - hagræn áhrif virkjana

Reykjavík, 3. maí 2019

Verkefnisstjórn 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghóp 4 í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. 

Skipunartími þinn er frá 1. apríl 2019 til 4. apríl 2021. 

Faghópurinn er þannig skipaður:

Dr. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, formaður  

Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands   

Dr. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor Umhverfis- og auðlindafræði   

Verkefni faghóps 4 er að meta hagræn áhrif virkjunarkosta bæði staðbundið og á þjóðarhag. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.   

Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.  

Virðingarfyllst, 

Guðrún Pétursdóttir, formaður Verkefnisstjórnar 4. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar


Ekki hafa verið skipaðir fleiri faghópar að svo komnu máli ( í júlí 2019)