Gæði gagna varðandi einstaka virkjunarkosti

Faglegt mat stofnana á gæðum gagna

Undirstaða allrar vinnu við rammaáætlun eru gögn um virkjunarkosti og landsvæðin sem þeir hafa áhrif á. Til að tryggja að gögn þau sem notuð eru í þessari vinnu séu nægjanleg "til að meta þá þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætluninni", eins og segir í 10. gr. laga um rammaáætlun, leitar verkefnisstjórn, eða faghópar í umboði hennar, umsagna frá fjórum stofnunum um gæði og umfang gagnanna. 

Stofnanirnar fjórar sem um ræðir eru Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun og Ferðamálastofa

Umsagnir stofnananna fjögurra um nægjanleika gagna í 3. áfanga rammaáætlunar má sjá hér að neðan.