Samanburður á orkunýtingarflokki 2015 og 2022

Í meðfylgjandi töflum er að finna ítarlega samantekt á breytingum sem urðu á orkunýtingarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar milli afgreiðslna Alþingis 2013/2015 annars vegar og 2022 hins vegar. 

Nettóstækkun orkunýtingarflokks milli afgreiðslna Alþingis 2013/2015 og 2022 eru 148 MW uppsetts afls. Í heildina bættust 678 MW uppsetts afls við flokkinn og 530 MW voru tekin úr flokknum, sjá mynd.

Orkunyting-breyting-2013_2015-til-2022  Tafla á excel-sniði

Breytingar sem stækkuðu orkunýtingarflokk, 2022:

  • Fimm virkjunarkostir í orkunýtingarflokki voru stækkaðir af hálfu virkjunaraðila um alls 233 MW uppsetts afls frá því sem var í 2. áfanga. Nýtingarflokkurinn í afgreiðslu Alþingis 2022 stækkaði sem því nemur.
  • Nýir virkjunarkostir í orkunýtingarflokki, þ.e. virkjunarkostir sem ekki voru lagðir fram í 2. áfanga rammaáætlunar og komu nýir inn í 3. áfanga, eru fimm talsins með alls 445 MW uppsetts afls

Breytingar sem minnkuðu orkunýtingarflokk, 2022:

Eftir að Alþingi afgreiddi 2. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar árið 2013 og áður en þingið afgreiddi 3. áfangann sumarið 2022 voru tvær virkjanir í nýtingarflokki reistar. Þetta eru Reykjanesvirkjun með 80 MW uppsetts afls og Þeistareykjavirkjun með 180 MW uppsetts afls. Þessi 260 MW uppsetts afls hurfu því úr nýtingarflokki.

Virkjunaraðilar drógu til baka fjóra virkjunarkosti milli þess að 2. og 3. áfangar voru afgreiddir frá Alþingi. Alls hurfu á þennan hátt 270 MW uppsetts afls úr nýtingarflokki.