Um faghópa

Faghópar eru skipaðir sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda og í ýmiss konar auðlindanýtingu. Í fjórða áfanga rammaáætlunar hafa, þegar þetta er ritað (september 2018), verið skipaðir þrír faghópar. Faghópur 1 fjallar um náttúru- og menningarminjar, faghópur 2 fer með auðlindanýtingu aðra en orkunýtingu og faghópur 3 skoðar félagsleg áhrif. Faghóparnir eru ekki allir fullskipaðir enn og vinna allir að frekari þróun aðferðafræði framan af skipunartíma sínum. Hugsanlegt er að fleiri faghópar verði skipaðir þegar vinnu við 4. áfanga vindur fram.

Langstærsti hlutinn af faglegu vinnunni sem unnin er í tengslum við rammaáætlun fer fram innan faghópanna eða fyrir tilstuðlan þeirra. Faghóparnir safna gögnum, hver á sínu fagsviði, um þau svæði sem eru til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn.  Í mörgum tilfellum vantar gögn um viðfangsefnin, t.d. náttúrufar, fornminjar, beitarnýtingu og ferðamennsku, sem faghóparnir eiga að meta. Í slíkum tilfellum láta faghóparnir framkvæma rannsóknir á viðkomandi þáttum. Oft geta rannsóknirnar reynst tímafrekar, t.d. þegar safna þarf gögnum yfir heilt ár eða lengur. Rannsóknir sem ráðist er í að beiðni faghópanna eru fjármagnaðar af beinum fjárveitingum ríkisstjórnarinnar til rammaáætlunar og eru ýmist unnar á stofnunum hins opinbera eða af einkaaðilum.

Aðferðafræði faghópa er lýst hér. Í 3. áfanga rammaáætlunar var aðferðafræði faghópa 3 og 4 enn í mótun en undirbúningshópur um aðferðafræði faghóps 3 skilaði skýrslu sinni í mars 2015. 

Fulltrúar í faghópi 1

Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands, formaður

Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur, Hafrannsóknastofnun 

Kristján Jónasson, jarðfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands

Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi

Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði


Fulltrúar í faghópi 2

Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, formaður,

Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf.,

Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.,

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Hafrannsóknastofnun

Guðmundur Jóhannesson, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Ólafur Örn Haraldsson, landfræðingur og fyrrv. þjóðgarðsvörður

Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands,

Sveinn Runólfsson, fyrrv. landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins


Fulltrúar í faghópi 3

Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur, formaður,

Hjalti Jóhannesson, landfræðingur, Háskólanum á Akureyri,

Magnfríður Júlíusdóttir, lektor, Háskóla Íslands,

Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála


Fulltrúar í faghópi 4

Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, formaður

Daði Már Kristófersson, prófessor og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Brynhildur Davíðsdóttir prófessor Umhverfis- og auðlindafræði