Áherslur 2013-2014

Árið 2013 og fyrri hluta árs 2014 einbeitti verkefnisstjórnin sér að umfjöllun um átta virkjunarkosti sem sérstaklega voru nefndir í viðauka við erindisbréf (sjá síðu um verkefnisstjórn). Að aflokinni vinnu með umrædda átta virkjunarkosti afhenti verkefnisstjórn umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sína í mars 2014. Tillagan er kynnt á umsagnarvef, svo og gögn þau sem verkefnisstjórnin byggði tillögu sína á. Eftir samráð umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var tillaga verkefnisstjórnar lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn sem samþykkti að leggja hana fram á Alþingi. 

Tillaga að þingsályktun um breytingu á þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun var lögð fram á Alþingi þann 31. mars 2014. Ekki náðist að afgreiða tillöguna fyrir þinglok og hún var lögð aftur fram á haustþingi 2014. Ferill málsins á Alþingi endaði þann 1. júlí 2015 þegar þingsályktun þess efnis að Hvammsvirkjun skyldi flutt í orkunýtingarflokk var samþykkt .