Innsend umsögn

Nafn: Snorri Zóphóníasson
Númer umsagnar: 312
Landsvæði: Almenn umsögn
Virkjunarhugmynd: Skatastaðavirkjun C - R3107C
Umsögn: Áhrif minnkandi aurburðar á auramyndun í Skagafirði.

Á aurkeilum hlaða jökulár undir sig aurburði og veitast svo til í farvegi sínum. Héraðsvötn mynda aurkeilu alveg frá því Norðurá fellur í þau og út að sjó. Á þeim kafla hafa verið byggðir margir veitu og varnargarðar þannig að náttúrleg upphleðsla auranna á sér ekki lengur stað. Í langan tíma hefur verið lokað fyrir flæði Húseyjarkvíslar uppi við Vindheima. Jökulvatninu er haldið austanmegin niður fyrir brúna við Grundarstokk (gömlu þjóðvegabrúna). Þessi árin leitar áin mjög til austurs nyrst.
Á stórstraumsflóði rennur inn um ósana og ef mikið er í ánni á sama tíma myndast lón flæðir þá víðar en ella. Mesta flæðið undir brýrnar verður við útfall þegar stórstreymt er og mikið rennsli. Á veturna bólgnar áin mikið upp af völdum íss og flæðir þá víða. Vatnsborðsmælir er við Grundarstokk vhm077 og sýnir hann að vatnsborð hækkar um einn til einn og hálfan metra þegar ístruflunin er. Heimamenn sem ég hef rætt við telja flæði á flæði engjar ekki tengjast vorflóðum sérstaklega. Ekki er þess að vænta að kvíslarnar geti grafið sig niður vegna hæðar sjávarborðsins fyrir utan. Reynsla er frá Blönduvirkjun um áhrif á aura neðan lóns.
Umsögn í sérstöku skjali, dæmigerður ársferill vatnsborðs við Grundarstokk vhm 77.

Undirritaður hefur skrifað grein um breytingar á vorflóðum í Þjórsá og Austari Jökulsá í Skagafirði á síðustu áratugum.
http://www.vedur.is/vatnafar/frodleikur/greinar/nr/2637
Fylgigögn: