Innsend umsögn

Nafn: Tryggvi Felixson
Númer umsagnar: 87
Landsvæði: Almenn umsögn
Virkjunarhugmynd:
Umsögn: Ég fagna fagna framkomnum drögum að að þingsályktunartillögu um rammaáætlun. Umfangsmikil og vönduð vinna liggur að baki sem og góður vilji til að skoða auðlindanýtingu í stærra samhengi en gert hefur verið hingað til. Þessi vinna skapar forsendur fyrir því að taka megi yfirvegaðar og skynsamar ákvarðanir um landnotkun.Það því mikilvægt að Alþingi bindi nú endahnút á þennan áfanga á núverandi þingi. Tillagan sem lögð hefur verið fram til umsagnar er á margan hátt vel útfærð málamiðlun sem ætti að auðvelda bæði umhverfisráðherra og Alþingi að finna ásættanlega lausn sem dugar í einhvern tíma. Hér í viðhengi hef ég tekið saman athugasemdir um nokkur atriði sem ég staldraði við þegar ég fór yfir tillöguna og önnur gögn sem fram hafa komið um rammaáætlun 2.
Mitt grundvallar sjónarmið er að fara beri mjög varlega við að nýta verðmætt land til virkjunarframkvæmda ef það veldur skaða á náttúru og landslagi. Ríkir samfélagslegir hagsmunir þurfa að vera í húfi ef fórna á náttúruarfi fyrir orku. Nú þegar hefur orkuþörf þjóðarinnar verið mætt og hagkvæmasti virkjunarkostur framtíðarinnar er bætt orkunýtni. Náttúra landsins, víðerni og hálendi eru á bæði hagræna og menningarlega mælikvarða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar sem ber að vernda til framtíðar. Um þetta hef ég tekið saman hugleiðingu (Hálendi Íslands er höfuðstóll) sem ég læt fylgja.
Fylgigögn: