Innsend umsögn

Nafn: Gaukur Hjartarson
Númer umsagnar: 66
Landsvæði: Norðausturland - Gjástykkissvæði (Háhiti)
Virkjunarhugmynd: Gjástykki (100)
Umsögn: Helstu atriði þessarar umsagnar eru:

- Gildandi svæðisskipulag, sem er staðfest af umhverfisráðherra, gerir ráð fyrir þeim möguleika að nýta 2,45 % af landssvæði Gjástykkis til allt að 50 MW orkunýtingar.
- Svæðisskipulagið var unnið í tengslum við fyrirætlanir um orkuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem ríkisstjórnin átti aðkomu að.
- Niðurstaða faghópa rammaáætlunar leiddu ekki til þeirrar niðurstöðu að setja ætti Gjástykki í heild í verndarflokk.
- Gögn málsins benda til þess að skoðanakönnun verkefnastjórnar hafi ráðið úrslitum um að Gjástykki var sett í verndarflokk. Nafnlaus skoðanakönnun meðal 12 fulltrúa verkefnastjórnar getur hvorki talist faglegur né málefnalegur grundvöllur að ákvörðun um að setja Gjástykki í verndarflokk, sérstaklega þegar niðurstaða skoðanakönnunarinnar er í andstöðu við gildandi svæðisskipulag og meginniðurstöðu faghópa rammaáætlunar.
Fylgigögn: