Innsend umsögn

Nafn: Grindavíkurbær
Númer umsagnar: 45
Landsvæði: Reykjanesskagi - Svartsengissvæði (Háhiti)
Virkjunarhugmynd: Eldvörp (63)
Umsögn: Bæjarráð Grindavíkurbæjar fjallað um tillöguna og aflaði umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar. Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við tillöguna.

Með framlagðri tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er reynt að sætta ólík sjónarmið um vernd og nýtingu landsvæða og fagnar bæjarráð Grindavíkur því að áætlunin sé komin fram. Áætlunin skapar vonandi grunn til að nú geti hafist markviss uppbyggingu og nýting orkuauðlinda á þeim svæðum sem sátt er um að nýta og að sama skapi geti ferðaþjónusta og aðrar greinar nýtt þau tækifæri sem skapast með verndun annarra svæða.

Bæjarráð tekur hinsvegar undir álit skipulags- og umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar að með áætluninni sé að vissu leyti gengið á skipulagsvald sveitarfélaganna og að eðlilegra sé að sveitarfélögin komi nánar að ákvörðun um verndun og orkunýtingu innan skipulagssvæðis sveitarfélaganna.
Fylgigögn: