Innsend umsögn

Nafn: RARIK
Númer umsagnar: 22
Landsvæði: Almenn umsögn
Virkjunarhugmynd:
Umsögn: RARIK fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið við annan áfanga rammaáætlunar og vonar að með þeirri vinnu náist sátt um framkvæmdir við orkuöflun og undirbúning virkjana í landinu. Mikilvægt er að slík sátt náist. Þær niðurstöður sem nú liggja fyrir í drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða og eru til umsagnar koma þó á óvart, þar sem allir virkjanakostir sem RARIK og dótturfélög þess hafa unnið að á undanförnum árum lenda ýmist í biðflokki eða verndarflokki. RARIK undrast að tveir af þeim kostum sem fyrirtækið og dótturfélög þess hafa rannsakað og undirbúið undanfarin ár hafi ekki verið teknir til umfjöllunar hjá öllum faghópum rammaáætlunar og lendi því í biðflokki, þrátt fyrir að annar þeirra hafi farið í gegnum mat á umhverfisáætlunum. Þá er að mati RARIK a.m.k. einn af þeim virkjanakostum sem undirbúnir hafa verið af dótturfélögum fyrirtækisins, Hólmsárvirkjun (nr. 21), þeirrar gerðar að öll rök hníga að því að hann eigi heima í nýtingarflokki. Um flesta virkjanakosti má deila og seint verða allir á eitt sáttir, en að mati RARIK hefur ekkert hafi komið fram í vinnu rammaáætlunar sem gefur tilefni til annars en að ætla að þessi virkjunarkostur, sem hentar sérstaklega vel til að virkja fyrir almennan markað, með mjög takmörkuðum umhverfisáhrifum, ætti að flokkast í nýtingarflokk.
Fylgigögn: