Innsend umsögn
| Nafn: | Sigrún Björnsdóttir |
|---|---|
| Númer umsagnar: | 180 |
| Landsvæði: | Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
|---|---|
| Virkjunarhugmynd: | Hvammsvirkjun (29) |
| Umsögn: | Í rammaáætlun er gert ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár sem munu ekki einungis spilla náttúrufari við ána og lífríki hennar um ókomna tíð, heldur hafa áhrif til frambúðar á mannlíf og samfélag. Gerð er krafa um frekari rannsóknir á samfélags- og félagslegum áhrifum stórvirkjana á lítil samfélög og nágrannasveitir áður en tekin er ákvörðun um skipan og forgangsröðum virkjunakosta í landinu. |
|---|
| Fylgigögn: |
|---|
