Innsend umsögn

Nafn: Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
Númer umsagnar: 155
Landsvæði: Suðurland - Skaftá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd:
Umsögn: Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi leggja þunga áherslu á að allir virkjanakostir í Skaftárhreppi, sem fjallað er um í drögum að tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, verði í verndarflokki.

Helstu rök samtakanna fyrir verndun svæðisins gegn virkjunum og afleiddum óafturkræfum framkvæmdum af þeirra völdum er hin mikla jarðfræðilega sérstaða svæðisins sem myndar stóra landslagsheild á um 7% af Íslandi. Svæðið einkennist af mikilli eldvirkni og samspili elds og íss. Vatnasvið Kúðafljóts, þar með talin Skaftá, Hólmsá og Tungufljót og vatnasvið jökulánna í austurhluta svæðisins, Djúpá, Brunná og Hverfisfljót eru enn óröskuð af virkjanaframkvæmdum. Óröskuð vatnasvið eru mikil auðlind sem ber að vernda, ekki síst nú á tímum þegar lítt eða óröskuð vatnasvið heyra til undantekninga á heimsvísu.
Fylgigögn: