Núgildandi rammaáætlun

Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Hinn 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um uppfærða flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun. Við það féll fyrri flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun úr gildi. 

Frá og með 15. júní 2022 er flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun eftirfarandi. Sjá nánari útskýringar neðst á síðunni.

Allar upplýsingar á þessari síðu, og í meðfylgjandi excel-töflum, eru birtar með fyrirvara um villur, þ. á m. innsláttarvillur.

Töflur á excel-formi: Gildandi-rammaaaetlun-15062022

Orkunýtingarflokkur

Tegund orku Vatnasvið/
háhitasvæði
Nr í 3. áfanga Virkjunarkostur MW  GWst/ár  Hagkv. flokk.*
 Vatnsafl Ófeigsfjörður R3104B Hvalárvirkjun 55  320 
 Vatnsafl Blanda R3105A Veituleið Blönduvirkjunar 31  194 
 Vatnsafl Þjórsá R3129A  Hvammsvirkjun 93  720 
 Vatnsafl Austurgil  R3157A  Austurgilsvirkjun  35  175 
 Jarðvarmi  Hengilssvæði R3271B Hverahlíð II 90  738 
 Jarðvarmi  Hengilssvæði R3275A Þverárdalur 90  738 
 Jarðvarmi  Hengilssvæði R3269A Meitillinn 45  369 
 Jarðvarmi  Reykjanessvæði R3262A Stóra-Sandvík 50  401 
 Jarðvarmi  Svartsengissvæði R3263A Eldvörp 50 401 
 Jarðvarmi  Krýsuvíkursvæði R3264A Sandfell 100 820 
 Jarðvarmi  Krýsuvíkursvæði R3266A Sveifluháls 100  820 
 Jarðvarmi  Krýsuvíkursvæði R3267A Austurengjar 100  820 
 Jarðvarmi  Námafellssvæði R3297A Bjarnarflagsvirkjun 90  756 
 Jarðvarmi  Kröflusvæði  R3298A Kröfluvirkjun 150  1260 
 Vindorka Búrfellslundur  R4301B  Búrfellslundur  120  440  2** 
 Vindorka Blöndulundur  R3302A  Blöndulundur  100  350 

 

  • Vatnsafl: 4 virkjunarkostir
  • Jarðvarmi: 10 virkjunarkostir
  • Vindorka: 2 virkjunarkostir
  Uppsett afl, MW  Orkuvinnslugeta, GWst/ári 
Alls, orkunýting  1299  9322 
Alls vatnsafl, orkunýting  214  1409 
Alls jarðhiti, orkunýting  865  7123 
Alls vindorka, orkunýting  220  790 

 

 

Biðflokkur

Tegund orku  Vatnasvið/
háhitasvæði
Nr í 3. áfanga Virkjunarkostur MW  GWst/ár  Hagkv. flokk.* 
Vatnsafl Hólmsá R3119A Hólmsárvirkjun (v. Einhyrning, án miðlunar) 72 450 
Vatnsafl  Hólmsá R3121A Hólmsárvirkjun við Atley 65 480 
Vatnsafl  Hagavatn R3139A Hagavatnsvirkjun 20 120 
Vatnsafl  Stóra-Laxá R3141A Stóra-Laxá 35 200 
Vatnsafl  Hvítá   R3134A Búðartunguvirkjun 27 230
Vatnsafl  Skrokkalda  R3126A Skrokkölduvirkjun 45 345 
Vatnsafl  Þjórsá R3130A Holtavirkjun 57 450 
Vatnsafl  Þjórsá  R3131A Urriðafossvirkjun 140 1037 
Vatnsafl  Þjórsá - vestur R3156A Kjalölduveita - 630 
Vatnsafl  Héraðsvötn  R3107C Skatastaðavirkjun C 156 1090 
Vatnsafl  Héraðsvötn R3107D Skatastaðavirkjun D 143 1000 
Vatnsafl  Héraðsvötn R3108A Villinganesvirkjun 33 215 
Vatnsafl  Héraðsvötn R3143A Blanda, veita úr Vestari-Jökulsá - 100 
Jarðvarmi Krýsuvíkursvæði R3265A Trölladyngja 100 820 
Jarðvarmi Hengilssvæði R3273A Innstidalur 45 369 
Jarðvarmi Hágöngusvæði R3291A Hágönguvirkjun 150 1260 
Jarðvarmi Fremrinámasvæði R3296A Fremrinámar 100 840 

 

  • Vatnsafl: 13 virkjunarkostur
  • Jarðvarmi: 4 virkjunarkostir

 

  Uppsett afl, MW  Orkuvinnslugeta, GWst/ári 
Alls, bið*  940 - 967  7971 - 8066 
Alls vatnsafl, bið*  545 - 572  4682 - 4777 
Alls jarðhiti, bið  395  3289 

*: Skatastaðavirkjun C gerir ekki ráð f. Villinganesvirkjun en Skatastaðavirkjun D gerir það. Virkjunarkostirnir tveir í Hólmsá útiloka hvern annan.

 

 

Verndarflokkur

Tegund orku Vatnasvið /
háhitasvæði
Nr. í 3. áfanga Virkjunarkostir MW  GWst/ár  Hagkv. flokk.* 
Vatnsafl Skjálfandafljót R3109A Fljótshnjúksvirkjun 58  405 
Vatnsafl Skjálfandafljót  R3110A Hrafnabjargavirkjun A 88  585 
Vatnsafl Skjálfandafljót R3110B Hrafnabjargavirkjun B 50 332 
Vatnsafl Skjálfandafljót R3110C Hrafnabjargavirkjun C 36 242 
Vatnsafl  Skaftá R3140A Búlandsvirkjun 150 1057 
Vatnsafl  Djúpá   R3114A Djúpárvirkjun 86 499 
Vatnsafl  Markarfljót R3122A Markarfljótsvirkjun A 121  702 
Vatnsafl  Markarfljót  R3123B Markarfljótsvirkjun B 146 846 
Vatnsafl  Þjórsá - vestur  R3127B Norðlingaölduveita, 566-567,5 m y.s.  - 670 
Jarðvarmi  Hengilssvæði R3274A Bitra 135 1100 
Jarðvarmi  Hengilssvæði R3277A Grændalur 120 984 

 

  • Vatnsafl: 9 virkjunarkostir
  • Jarðvarmi: 2 virkjunarkostir

 

  Uppsett afl, MW  Orkuvinnslugeta, GWst/ári 
Alls, vernd*  451 - 528  3575 - 4062 
Alls vatnsafl, vernd*  196 - 273  1491 - 1978 
Alls jarðhiti, vernd  255 2084 

*: Hrafnabjargavirkjanir A, B og C útiloka hver aðra. Markarfljótsvirkjanir A og B útiloka hver aðra.

 

Nánar um þingsályktanir um rammaáætlun

Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með öðlaðist rammaáætlun í fyrsta sinn lögformlegt gildi. Með þingsályktuninni lauk 2. áfanga rammaáætlunar, sem staðið hafði með hléum frá árinu 2003. Texta þingsályktunarinnar má finna á vef Alþingis. Í þingsályktuninni eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Frekari útskýringu á stöðu virkjunarkosta í hverjum flokki má sjá hér

Þann 1. júlí 2015 samþykkti Alþingi tillögu að þingsályktun þess efnis að Hvammsvirkjun skyldi færð í orkunýtingarflokk. 

Yfirlit yfir flokkun virkjunarkosta sem gilti frá samþykkt þingsályktananna 2013 og 2015 fram til 15. júní 2022 er að finna hér á vefnum.

Skýringar á hagkvæmniflokkun (* og **)

*: Orkustofnun fól verkfræðistofunni Mannvit að uppfæra kostnaðarflokka frá 2. áfanga rammaáætlunar og færa kostnaðinn að verðlagi í janúar 2014. Sjá nánar í skýrslu Orkustofnunar um virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar, bls. 42.

Hagkvæmniflokkur  kr/(kWst/ár) 
 1 undir 33 
 2 33-40 
 3 40-48 
 4 48-64 
 5 64-80 
 6 80-96 
yfir 96 

**: Hvað varðar kostnaðarflokkun vindorkuvirkjunarkostsins Búrfellslundar, R4301B, er flokkun hans ekki sambærileg við aðra virkjunarkosti. Vindorkukostir í 4. áfanga, þaðan sem skilgreining þessa virkjunarkosts er sótt, voru flokkaðir innbyrðis og sú flokkun er ekki samanburðarhæf við virkjunarkosti í vatnsafli eða jarðvarma.