8. fundur faghóps 3, 12.11.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

12. nóvember 2015,  kl. 8:45-10:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal. 

Forfölluð: Ásgeir Brynjar Torfason og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.


  1. Afgreiðsla fundargerða.
  2. Rætt um nýtt tilboð Félagsvísindastofnunar. Ákveðið að kanna nánar möguleikan á að minnka eða sleppa spurningahlutanum í tilboðinu. Einnig að kanna hvort ekki megi minnka umfang fundarins og þar af leiðandi kostnað en ná samt markmiðinu með honum, sem er að fá fram hugmyndir og áhyggjuefni íbúa varðandi áhrif virkjana í neðri hluta Þjórsár á samfélögin á svæðinu.
  3. Rætt um þörf á frekari gagnaöflun.
  4. Rætt um að meðlimir hópsins muni fljótlega setja á blað hugmyndir sínar um það sem þeir telja að þurfi að skoða nánar varðandi samfélagsáhrif virkjana í ljósi sérsviðs síns.