7. fundur faghóps 3, 04.11.2015

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

4. nóvember 2015,  kl. 10-12

fundarherbergi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.

 

Mætt: Magnfríður Júlíusdóttir, Páll Jakob Líndal og Ásgeir Brynjar Torfason. 

Forfölluð: Jón Ásgeir Kalmansson og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.


  1. Samþykkt fundargerðar 6. fundar var frestað til næsta fundar vegna veikindaforfalla formanns faghópsins. Magnfríður tók að sér að rita fundargerð í fjarveru Jóns Ásgeirs.
  2. Rætt um tillögur Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, um form á rýnihópavinnu og skoðankönnun á meðal íbúa í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár. Rætt um kosti og galla mismunandi aðferðafræði, t.d. hvort boða mætti til opins fundar í stað þess að styðjast einungis við slembiúrtak. Í lok umræðunnar var formanni faghóps greint frá innihaldi hennar símleiðis.
  3. Klukkan 11 kom Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður  Félagsvísindastofnunar HÍ á fundinn. Rætt var áfram um kosti og galla mismunandi aðferðafræði við boðun og form fyrirhugaðs umræðufundar meðal íbúa á Þjórsársvæðinu. Ákveðið var að Guðbjörg tæki sjónarhorn sem fram komu á fundinum inn í nýja útfærslu á tillögunni, sem vísað er til í lið 2, og sendi formanni faghópsins nýja tillögu.
  4. Annað: Vegna veikindaforfalla Jóns Ásgeirs, tók Ásgeir Brynjar að sér að kynna starf faghóps 3 á opnum kynningarfundur verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem boðað hafði verið til eftir hádegi sama dag, þ.e. 4. nóvember.