12. fundur faghóps 3, 07.01.2016

Fundargerð

Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta 

í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. janúar 2016,  kl. 9-12:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal. 

Gestir: Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Helgi Jóhannesson og Jóna Bjarnadóttir frá Landsvirkjun; Guðmundur Valsson, Guðmundur Ingi Jónsson og Ásbjörn Blöndal frá Suðurorku; Herdís Helga Schopka starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Gestirnir sátu fundinn frá kl. 10:00.

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Greint frá fundi formanns með verkefnisstjórn og formönnum faghópa 16. desember. 
  3. Rætt um áframhald íbúafunda. Formaður greindi frá því að leitað hefði verið tilboða í umsjón með tveimur íbúafundum af svipuðu tagi og haldinn var á Selfossi. Ákveðið að kanna möguleika á að fá að sjá drög að skýrslu Félagsvísindastofnunar um fundinn á Selfossi áður en endanleg ákvörðun um samstarfsaðila verði tekin. 
  4. Á fund faghópsins komu fulltrúar frá Landsvirkjun, þau Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Helgi Jóhannesson og Jóna Bjarnadóttir. Gerðu þau grein fyrir stefnu, starfsaðferðum og rannsóknum fyrirtækisins hvað varðar samfélagsleg áhrif virkjunarkosta og þeirra virkjana sem fyrirtækið hefur þegar reist. Kynning Landsvirkjunar er aðgengileg hér á vefnum. Jafnframt komu á fundinn fulltrúar frá Suðurorku, þeir Guðmundur Valsson, Guðmundur Ingi Jónsson og Ásbjörn Blöndal. Gerðu þeir grein fyrir því samráði við íbúa sem fyrirtækið hefur staðið fyrir í tengslum við virkjunarkostinn Búlandsvirkjun. 

Síðast breytt: 2. júní 2016. Bætt við gestalista nafni sem gleymdist.