9. fundur faghóps 2, 21.04.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

9. fundur, 21.04.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur

Forföll: Áki Karlsson (ÁK), Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)

 

  1. Fundur settur kl. 13:30.
  2. Rannsóknir: Lítill tími er til stefnu til að undirbúa rannsóknarvinnu sem gæti farið fram í sumar en þó er afar brýnt að koma eins miklum rannsóknum af stað og mögulegt er. Einnig má hefja rannsóknir sem myndu standa í fleiri en eitt sumar/ár og myndu koma seinni áföngum rammaáætlunar til góða. Rætt var á nokkuð breiðum grunni hvaða rannsóknarverkefni væri brýnast að ráðst í. ADS tilkynnti að Sveinn Runólfsson hefði sent henni skeyti þar sem fram kemur að hann hefði hugsað vel um hvort einhvera rannsókna væri þörf varðandi hlunnindi og að hans mat væri að svo þyrfti ekki. Því er fyrst og fremst um rannsóknir á sviði ferðamennsku og útivist að ræða. Hópurinn var sammála um að skipta mætti þeim rannsóknum í tvo flokka, annars vegar grunnrannsóknir á útivist Íslendinga og hins vegar sértækar rannsóknir á ákveðnum svæðum.
    1. Útivist Íslendinga: Útivist og heimafólk, útivist Íslendinga almennt (Hægt að skoða t.d. í gegnum sölu á búnaði og þróun í henni). Svona rannsókn væri hægt að gera í sumar.
    2. Viðhorf Íslendinga til víðerna.
    3. Sértækar rannsóknir á ákveðnum svæðum:  
      • Skjálfandafljót 
      • Skagafjörður
      • Búlandsvirkjun/Hólmsárvirkjun (jafnvel gera nýja rannsókn til samanburðar við rannsókn ADS frá 2011)
      • Hágöngur
      • Hagavatn
      • Trölladyngja
      • Seltún   
      • AGS bendir á að hugsanlega hafi e-ar svona rannsóknir verið gerðar í tengslum við Reykjanesjarðvang. Hringja í lykilaðila og kortleggja hvað er til af þessum rannsóknum.
    4. Breytingar á ferðamennsku fyrir og eftir virkjun  (Hengill, Kárahnjúkar, Krafla, Tungnaár-/Þjórsársvæðið).
    5. Áhrif ferðamennsku á búsetu (hagræn áhrif) – hefur ferðamennska haldið e-m stöðum í byggð?  Ákveðið að ADS vinni þessar hugmyndir áfram, greini hugmyndirnar og setji gróft kostnaðarmat á rannsóknirnar fyrir næsta fund, sem verður 28.04.2015.
  3. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
  4. Fundi slitið kl. 16:36.


HHS