8. fundur faghóps 1, 27.04.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

8. fundur, 27.04.2015, 14:30-17:35

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk), Ása Aradóttir (ÁA), Birna Lárusdóttir (BL), Gísli Már Gíslason (GMG), Sólveig Pétursdóttir (SP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvaldur Þórðarsson (ÞÞ).

Fjarverandi: Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Péturdóttir (SUP) og Þorvarður Árnason (ÞÁ)

Fundarritari: TGG

  1. Fundur settur kl. 14:30. 
  2. Fundur fulltrúa faghóps 1 og Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). SSk sagði stuttlega frá fundi sem Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar og hann áttu með fulltrúum Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem rædd voru gæði gagna og staða þekkingar varðandi vinnuna framundan í tengslum við umsagnarhlutverk NÍ. Stefnt er að því að halda vinnufundi með fulltrúum NÍ og faghóps 1 þegar vinnan er lengra komin. 
  3. Skema fyrir gagnagæði. TGG hélt stutta kynningu á mögulegu skema til að skýra betur mat á því hvort gögn væru fullnægjandi til að meta verðmæti tiltekinna áhrifasvæða. Röðun byggist á samanburði og til að hægt sé að bera saman þarf bæði gögn um tiltekinn kost og um aðrar sambærilegar einingar. Fundarmenn voru sammála um að skerpa þurfi á hvaða samanburður liggur til grundvallar þegar verið er að meta verðmæti á tilteknu áhrifasvæði og hvort sá samanburður er fullnægjandi. TGG mun vinna skemað áfram.  
  4. Framsetning á verðmætamati  og einkunnir fyrir verðmæti. Fundarmenn horfðu á vídeókynningu sem SUP hafði útbúið þar sem hún fór yfir framsetningu á verðmætamati og skilgreiningu á einkunnum fyrir verðmæti og áhrif. Rætt var um skilgreiningar á flokkum fyrir verðmætamat. Markmiðið með þessu er að samræma nálgun faghópsins á þessa framsetningu. Ráðgert er að næsti fundur faghóps verði vinnufundur þar sem farið verður nánar í málið.  
  5. Horfur og áherslur varðandi frekari rannsóknir. SSk sagði frá að nú væri orðið skýrara hvaða fjármagn væri til staðar í rannsóknir. Mikil vöntun er á rannsóknum á landslagi og víðernum, ferðamálum og á áhrifum virkjana sem þegar hafa verið reistar. Heilmiklar umræður spunnust um rannsóknaþörf og lögð var áhersla á þverfaglega nálgun eins og kostur er. Fundarmenn töldu vænlegt að stofna til vinnu sem stefndi að því að draga saman þekkingu og gögn um nokkur helstu viðfangsefni faghópsins, svo sem líffræðilega fjölbreytni og jafnvel einnig jarðfræði og menningarminjar. Lögð var fram greinargerð frá ÞÁ um rannsóknir á landslagi og víðernum. SP fór yfir stöðu rannsókna á örverum á jarðhitasvæðum. Mikið skortir á að þekking sé fullnægjandi. Bæði þarf að taka sýni af fleiri svæðum og af sumum stöðum þar sem safnað hefur verið áður. Nýlegar tækniframfarir í greiningu örvera og nýr búnaður munu auðvelda þessa vinnu. SP fór stuttlega yfir drög að rannsóknaáætlun. Leggja þarf áherslu á svæði sem voru í biðflokki.  
  6. Næsti fundur var ákveðinn kl 9-12 11. maí nk. 
  7. Fundi slitið kl. 17:35. 


TGG