4. fundur faghóps 1, 08.12.2014
Fundarfrásögn
Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
4. fundur, 08.12.2014, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Gísli Már Gíslason (GMG) og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).
Forföll: Kristján Jónasson (KJ), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (erlendis).
Fundarritari: Herdís Helga Schopka
- Fundur var settur kl. 13:10.
- Gagnamál. Rætt var hvernig best væri að taka saman gögn um virkjunarkosti (finna ný gögn ef einhver eru, finna eldra efni sem er ekki rafrænt.). HHS sagði frá vinnu sína við gagnabrunn og nýja vefsíðu rammaáætlunar. Hópurinn skipti sér upp í vinnuhópa sem leita kerfisbundið að efni um virkjunarkostina. Líffræðihópur, jarðfræðihópur og menningarminjahópur. SSk spurði út í endanlegan rökstuðning fyrir biðflokksflokkun úr 2. áfanga. Verkefnisstjórn gerði þá flokkun, rökstuðningur er ekki settur fram sérstaklega nema að því leyti sem fram kemur í þingsályktunartillögu.
- Gloppugreining. SSk fór í gegnum excel-skjal um gloppugreiningu og rætt var um málið. Viðfangsefnið er að greina hvaða upplýsingar vantar um ákveðna virkjunarkosti í biðflokki og hvaða rannsóknir þurfi að vinna. SSk leggur til að vinnuhóparnir verði búnir að gera leit að gögnum og fara vel yfir þau fyrir fund í janúar, svo hittist faghópurinn þá og leggi línurnar með hvaða heildarniðurstöðu og hvaða rannsóknir þurfi að vinna. HHS heldur áfram að vinna með lista yfir heimildir. Verkferli: SSk og HHS útbúa yfirlit yfir verkferlið framundan og senda til hópsins. Vinnuhóparnir nýta öll ráð, leita til háskóla og rannsóknastofnana o.s.frv. í leit að heimildum og gögnum. Næsti fundur verður á því formi að vinnuhóparnir kynni hvern virkjunarkost og skili skriflegri gloppugreiningu.
-
Önnur mál:
- Þóknanir til fulltrúa í faghópum, minnisblað umhverfis- og auðlindaráðuneytis frá 29. október. Mikil óánægja var með með upphæð tímaþóknunar og taldi hópurinn nauðsynlegt að þetta yrði endurskoðað tafarlaust. SSk tók að sér að fylgja málinu eftir.
- Næsti fundur ákveðinn 19. janúar 2015.
- Fundi slitið kl. 15:41.
HHS