3. fundur faghóps 1, 07.10.2014

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

3. fundur, 07.10.2014, 09:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Gísli Már Gíslason (GMG), og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka.

Fjarverandi: Sólveig K. Pétursdóttir (erlendis) og Þorvarður Árnason (forfallaður).

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME).

 

Dagskrá sem send var út fyrir fundinn:

1. Staða mála varðandi virkjanakosti

2. Kynning á notkun LUK í rammaáætlun (ÁME)

3. Yfirferð aðferðafræði með þekktum dæmum

4. Skýrsla OECD um umhverfismál á Íslandi

5. Önnur mál

 

 1. Fundur var settur kl. 9:15. Allir kynntu sig stuttlega þar sem ÞÞ var að hitta hópinn í fyrsta sinn. 
 2. Fundargerð síðasta fundar samþykkt. 
 3. Staða mála varðandi virkjunarkosti. SSk sagði frá fundi formanna faghópa og verkefnisstjórnar í sl. viku og lýsti ferlinu með að koma virkjunarkostum til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn. 
  1. Endanlegur listi frá Orkustofnun er ekki væntanlegur fyrr en upp úr jólum. Og vegna þessara óvæntu tafa er vinnan í hálfgerðu limbói. Ljóst var af orðum formanns verkefnisstjórnar að verkefnisstjórnin muni mjög líklega þurfa að grisja endanlegan lista yfir virkjunarkosti frá Orkustofnun. 
  2. SSk sagði frá vettvangsferð verkefnisstjórnar um miðjan ágúst. 
  3. Fulltrúar í hópnum hafa verulegar áhyggjur af því hve seint gengur að afhenda verkefnisstjórn endanlegan lista yfir virkjunarkosti. 
  4. ÞÞ spurði hvort til væri mat á áætlaðri orkuþörf Íslendinga í framtíðinni. Allir sammála um að þetta sé mikilvæg spurning. 
  5. KJ benti á hve stuttur tími sé til stefnu og spurði hvort það sé möguleiki að fá tíma til skila framlengdan. HHS og SSk töldu engan möguleika á því. 
 4. Kynning á notkun LUK í rammaáætlun. ÁME  mætti kl. 9:30 og kynnti hvernig nýta má LUK í vinnunni framundan. Töluverðar umræður spunnust um möguleikana sem aðferðin býður upp á, kosti hennar og galla. Fulltrúar voru sammála um að nýta sér þjónustu ÁME og líta til verkefnisstjórnar með fjármál og hve miklu má kosta til. 
 5. Yfirferð aðferðafræði með þekktum dæmum. GMG og SUP leiddu umræðurnar. Mörg gagnleg atriði komu fram sem munu gera vinnuna framundan skilvirkari. 
 6. Skýrsla OECD um umhverfismál á Íslandi. SSk kynnti í stuttu máli niðurstöður skýrslunnar eins og þær snerta rammaáætlun. OECD lítur á rammaáætlun sem mjög nauðsynlegan þátt í framtíðarstefnumótun í orkumálum og náttúruvernd á Íslandi. SSk líkti rammaáætlun við nýtingaráætlanir fyrir fiskistofna sem urðu algengar á alþjóðavettvangi eftir Ríó-ráðstefnuna 1992 en hafa einungis að hluta verið teknar upp hérlendis. Rammaáætlun er  merkileg á alþjóðavettvangi og er mikilvægt framlag Íslendinga til náttúruverndar-/nýtingarumræðu. Fundarmenn voru samhuga um mikilvægi starfs síns í faghópnum. GMG benti á að Íslendingar séu nú þegar búnir að virkja alla stóru virkjunarkostina (fyrir utan þá sem er nánast samþykkt að láta vera, t.d. Jökulsá á Fjöllum o.s.frv.) – vatnsafl er að verða verulega takmörkuð auðlind hérlendis. 
 7. Önnur mál
  1. Næsti fundur verkefnisstjórnar er boðaður 21. október, og á þeim fundi stendur til að reyna að koma verkefninu í startholurnar. SSk sagðist gera ráð fyrir að boða fund í faghópnum fljótlega upp úr því. Heimaverkefni allra fyrir næsta fund er að kynna sér gögnin sem eru á gamla lokaða svæði faghóps 1 (sbr. umræðu undir lið 5). 
  2. Skipulag vinnunnar framundan rætt. Viðbúið að fólk verði mjög upptekið næsta sumar. Líklegt að vorið 2015 verði notað í að skoða gögn og gera frummat á virkjunarkostum, og sumarið 2015 verði notað í vettvangsferðir og e.t.v. rannsóknir. SSk lagði til að verkáætlun verði tilbúin fyrir hópinn í haust. SUP og BE sinna menningarminjum saman, e.t.v. hentugt að fólk með svipaða þekkingu og reynslu hittist líka utan stóru faghópafundanna til að ráða sínum ráðum, helst fyrir næsta fund. 
  3. BL spurði út í heimildir um virkjanir á Íslandi og sögu þeirra. Í kjölfarið var HHS beðin um að útbúa lista yfir þessar heimildir. 
  4. HHS falið að taka saman gögn um virkjunarkosti úr 2. áfanga og gera aðgengileg fyrir fulltrúa í faghópnum á lokuðu svæði faghópsins. 
 8. Fundi slitið kl. 12:10. 

HHS