2. fundur faghóps 1, 20.06.2014

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

2. fundur, 20.06.2014, 11:00-13:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SS) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Gísli Már Gíslason (GMG), og Þorvarður Árnason (ÞÁ).

Forföll: Sólveig K. Pétursdóttir og Þorvaldur Þórðarson.

Fundarritari: Þ. Auður Ævarr Sveinsdóttir

Dagskrá fundarins:

1.      Ný reglugerð um virkjunarkosti

2.      Umræða um þær upplýsingar og gögn sem fram komu á síðasta fundi

3.      Almennt skipulag vinnunnar framundan

4.      Önnur mál                 

SS opnaði fundinn og útskýrði að tilgangur hans væri fyrst og fremst sá að gefa fulltrúum í hópnum tækifæri til að kynnast, ræða aðferðafræðina og nýta reynslu Gísla og Sólborgar til þess að komast betur inn í málin.

 1. Ný reglugerð um virkjunarkosti var kynnt og rædd. 3. gr. reglugerðarinnar skiptir mestu máli fyrir hópinn. Þarna kemur fram hvaða gögn er beðið um. Þau gögn sem virkjunaraðilar láta í té mynda grunn mats á áhrifum virkjunarkosta. Fyrirsjáanlegt er að erfitt geti reynst að fá afhend fullnægjandi gögn skv. 6. lið greinarinnar, varðandi línulagnir. 
 2. Umræður um upplýsingar og gögn sem fram komu á síðasta fundi
  1. Aðferðafræði: Í umræðum um aðferðafræðina við mat á virkjunarkostum kom fram sú eindregna skoðun GMG að mikilvægt væri að bæði vinnulagið og aðferðafræðin sé sem líkust því sem var notað í fyrri áföngum, þannig að niðurstöður séu sambærilegar milli áfanga. Engu að síður höfðu fulltrúar margar athugasemdir um hvað betur mætti fara í aðferðafræðinni og verður gerð grein fyrir helstu atriðunum hér. SUP benti á að nota mætti aðferðafræðina áfram en hugsanlega breyta viðmiðum að einhverju leyti. TGG velti fyrir sér að hve miklu leyti það væri jákvætt að fikta við aðferðafræðina og hvort nauðsynlegt væri að velta öllum steinum þar við. SS benti á að ætli hópurinn sér að fara út í að endurskoða aðferðafræðina sé mikilvægt að gera sér fyrst grein fyrir hverju þurfi að breyta og hvaða viðmið eigi að nota um slíkt.
   1. ÞÁ benti á að Excel-töflur sem notaðar eru við einkunnagjöf væri mjög óárennilegar og lagði til að GMG og SUP yrðu fengin til að renna í gegnum hvernig töflurnar eru notaðar.
   2. Þá benti einnig á að greinar ÞEÞ um aðferðafræðina væru skýrar og áhugaverðar aflestrar.
   3. KJ benti á að aðferðafræðin væri illa sniðin til að meta af skynsemi svæði sem eru sérstök með tilliti til einungis eins viðfangs (t.d. jarðfræði). Þannig fengju svæði sem eru einstök á heimsvísu, t.d. Gjástykki, lága einkunn fyrir verndargildi. Ræða verður hvernig hægt sé að taka á þessu innan ramma núverandi aðferðafræði. Hugsanlegt er að nota rauð flögg eða teygja á einkunnaskalanum til að bæta þarna úr. Einnig benti KJ á að mismunandi stærð svæða gæti haft áhrif á mat á verndargildi þeirra, þar sem stærri svæði hafa sjálfkrafa yfirleitt meiri fjölbreytileika. Hann telur aðferðafræðina mjög góða til að bera saman svipaða hluti en þegar þeir verða mjög ólíkir að stærð eða sérstöðu þá gengur samanburðurinn ekki upp.
   4. ÁLA og SS spurðu SUP og GMG hverjir helstu veikleikar aðferðafræðinnar hefðu verið að þeirra mati. 
    1. Mat á landslagi er enn í þróun.
    2. Mikið skortir á þekkingu á mörgum landssvæðum og ekki er hægt að ákvarða umhverfisáhrif virkjana á svæðum sem eru lítið sem ekkert rannsökuð.
    3. Ekki alltaf kostur að ferðast á öll svæðin. Mjög æskilegt að heimsækja svæðin sem verður fjallað um.
   5. BL vakti máls á skráningu fornminja og hvernig henni hafi verið háttað í fyrri áfanga. SUP benti á að það hefði þótt gott þegar punktalínur með útlínum minja hefðu verið tiltækar. Víða vantaði upplýsingar og þar jukust líkur á að svæði færu í biðflokk. Lítil skráning um fornminjar til á landinu. 
  2. Landslag, aðferðir við mat
   1. Landslagsverkefni ÞÁ og Þóru: ÞÁ sendir skýrslur á hópinn. 
   2. ÞÁ: Ef til vill væri hægt að samnýta rannsóknir t.d. með ferðaþjónustunni. Erfitt hefur reynst að skilgreina hugtakið „víðerni“, bæði í lagalegum og almennum skilningi, og nýjar hugmyndir um skilgreiningu hafa komið fram, t.d. geotaggaðar myndir. Stöðlun í mat á landslagi vantar. 
  3. Verkefni faghópa III og IV í 2. áfanga
   1. GMG: Samfélagshópurinn hefur ekki skilað neinu af sér. Virkjunarhópur hefur aldrei þurft að skila af sér rökfærslu og samanburði á milli virkjana. 
   2. SS: Kannski ekki tekið nógu mikið tillit til sjónarmiða heimamanna.
  4. Nauðsynlegt að meta hvaða rannsóknir eru mikilvægar í hverju tilviki og hvert hlutverk hópsins er í því sambandi.
  5. Mótvægisaðgerðir virkjanaaðila voru ræddar. SS benti á að verkefnisstjórnin muni ákveða hvernig á þeim málum verði haldið í áframhaldandi vinnu. 
 3. Skipulag vinnunnar framundan: 
  1. Ekki verður komið verkefni á borð hópsins fyrr en í október og þá fylgja gögn með. Enn er ekki ljóst hvaða virkjunarkosti hópurinn muni fjalla um. 
  2. SS: Þörf til að sjá rökin fyrir röðun í fyrri vinnu en þau fundust ekki við leit á heimasíðunni. Herdís aðstoðar við það. 
  3. Verkefnastjórnin ætlar í vettvangsferð um Norðurland um miðjan ágúst og æskilegt að SS fari með. 
  4. Næsti fundur: Praktískar nálganir á aðferðafræðina með þekktum dæmum. 
  5. Herdís boðar næsta fund í september. Stefnt er að því að ganga frá gögnum um greiðslu til fulltrúa í faghópum fyrir þann fund. 
 4. Önnur mál: Engin. 
 5. Fundi slitið kl. 13:00.