12. fundur faghóps 1, 25.09.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

12. fundur, 25.09.2015, 09:30-12:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Gísli Már Gíslason (GMG) (yfirgaf fundinn kl. 11:00), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvarður Árnason (ÞÁ).

Gestir: Sigmundur Einarsson (SE) og Þorleifur Eiríksson (ÞE) frá verkefnum um fjölbreytileika lífs, lands og menningarminja og áhrif virkjana á náttúru- og menningarminjar, landslag og víðerni.

Forföll: Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Skúli Skúlason (til kl. 10:15) og Herdís Helga Schopka.

  1. Fundur settur kl. 09:30. Í upphafi fundar var spjallað almennt um atburðarás sumarsins frá síðasta fundi, rannsóknarverkefni, vettvangsferðir o.fl.  
  2. Staða mála í verkefnum og almennt; kynningar: 
    1. ÞÁ – landslag og víðerni. Gagnasöfnun (vettvangsvinna) vegna greiningar á landslagi og víðernum hófst um miðjan júlí og stóð yfir fram í miðjan september. Gögnum var safnað frá rúmlega 60 stöðum. Rannsóknir á landslagsmati fóru fram í júlí og ágúst, úrvinnsla á gögnum er hafin. Viðræður eru hafnar við Félagsvísindastofnun um framkvæmd tveggja verkefna; ljósmyndarannsókn (rýnihóparannsókn vegna landslagsmats) og viðtalsrannsókn við nokkra hópa útivistarfólks um víðerni. 
    2. SKP - örverur á háhitasvæðum: Staða á vistgreiningu hverasvæða - hitakærum örverum: Sýnataka stóð yfir fram á haust og lauk í september. Sýni voru tekin á jarðhitasvæðum í Fremrinámum, Þverárdal, Innstadal og Austurengjum. DNA einangrun úr sýnum er nú lokið og kjarnsýrumögnun (PCR) fyrir bakteríur og fornbakteríur er í gangi þessa dagana. Síðan er áformað að raðgreina.
    3. ÞE og SE - fjölbreytni lífs, lands og menningarminja og áhrif virkjana á náttúru- og menningarminjar, landslag og víðerni: Greint var frá framvindu verkefnanna og nálgunin á viðfangsefnin kynnt. Verkefnin eru samkeyrð. Upplýsingaöflun og úrvinnsla fyrir þessi verkefni mun styðja við sérfræðingavinnu faghópsins.
    4. Framvinda allra verkefna er góð og talsverðar umræður spunnust um þau. 
  3. Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd. 
  4. Fundi slitið kl. 12:30.

 

HHS