11. fundur faghóps 1, 12.06.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

11. fundur, 12.06.2015, 13:00-14:45

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL) og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).  Gísli Már Gíslason (GMG), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP) og Þorvarður Árnason (ÞÁ) tóku þátt í fundinum símleiðis.

Forföll: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Kristján Jónasson (KJ) og Sólveig K. Pétursdóttir (SKP)

Fundarritari: Birna Lárusdóttir í fjarveru Herdísar Helgu Schopka.


  1. Fundur settur kl. 13:15.
  2. Fjármagn til rannsókna.  SSk greindi frá niðurstöðum verkefnisstjórnar varðandi fjármagn til rannsókna.
  3. Rannsóknaverkefni. Farið var yfir öll rannsóknaverkefni sem nú hafa verið skilgreind og útfærð innan faghóps 1.  Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þessara verkefna og helstu atriði í áætlun þeirra.  ÞÁ greindi stuttlega frá verkefnum sem snúa að landslagi og víðernum. SSk lagði til að allir meðlimir faghóps sendi inn tillögur og athugasemdir sem lúta að verklýsingum eigi síðar en 18. júní nk.  Rætt var um skipulag rannsóknanna og aðkomu faghópsfólks að framkvæmd þeirra. SSk mun athuga útfærslu þess í samráði við Stefán Gíslason.
  4. Rætt var um gerð verkkaupasamninga við þá aðila sem taka að sér rannsóknir fyrir hópinn.  SSk mun sjá um þetta í samráði við Stefán Gíslason, með aðstoð TGG og BL.
  5. Rætt var sérstaklega um verkefni sem snúa að rannsóknum á fjölbreytileika og áhrifum virkjana og þá hvort rétt væri að reka þau að einhverju leyti samhliða, a.m.k. til að byrja með, enda sennilegt að sömu aðilar taki að sér bæði verkefnin. Verkefnin virðast geta haft sameiginlega snertifleti. Viðræður eru hafnar við aðila sem hugsanlega munu taka þessi verkefni að sér.
  6. Fundi slitið kl. 14:45.


BL