10. fundur faghóps 1, 26.05.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

10. fundur, 26.05.2015, 09:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Gísli Már Gíslason (GMG), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP) og Þorvarður Árnason (ÞÁ).

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur, var á fundinum kl. 9:00-10:00.

Forföll: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka.

 

  1. Fundur settur kl. 09:20.  
  2. Landfræðileg gögn: ÁME sýndi þau kortagögn sem virkjunaraðilar hafa afhent faghópunum um virkjunarfyrirætlanir sínar. Unnið er að því að fá vatnafarsgögn frá Loftmyndum hf, sem eiga að vera nákvæmari en vatnafarsgögn Vatnamælinga. GMG benti á að hæðargögn næðu ekki að skilgreina grunnvatnsstrauma sem Vatnamælingar nota í sínum vatnafarsgögnum. ÁME mun kanna málið. Rætt hvernig aðgengi meðlima í faghópum að LUK-gögnunum verður háttað. Hugmynd kom fram um að búa til pdf-skjal af kortunum þar sem hægt er að velja hvaða lög eru skoðuð. Áhrifasvæði rædd, skoðun SSk er sú að áhrifasvæði verði alltaf skilgreiningaratriði að einhverju leyti. Faghópar vinni út frá sínum viðmiðum og það hafi áhrif á skilgreininguna.  
  3. Vettvangsferðir: Rætt var um vettvangsferðir sumarsins. Eitthvað er um að fólk komist ekki vegna annarra anna. Starfsmaður mun senda út póst til að minna fólk á að skrá sig í ferðirnar.   
  4. Áætlanir um rannsóknir faghóps 1 fyrir 3. áfanga: SSk fór yfir stöðuna á rannsóknaáætluninni. Endanleg röðun á verkefnum í stýrihópnum (Stefán Gíslason, Anna Dóra Sæþórsdóttir og SSk) er ekki lokið en er í góðum farvegi. Ljóst er að rannsóknir tengdar ferðamálum, landslagi og víðernum munu njóta ákveðins forgangs. Landslagsrannsóknirnar verða unnar á vegum faghóps 1 en víðernarannsóknir í samstarfi faghópa 1 og 2. ÞÁ lýsti þessum fyrirhuguðum rannsóknum í töluverðum smáatriðum. Önnur verkefni faghóps 1 beinast að samantekt um fjölbreytni, áhrifum virkjana á verðmæti og örverum á jarðhitasvæðum. Bakhópur í fjölbreytni-verkefninu hittist nýlega og bjó til mögulegt skipulag verkefnisins sem yrði fókuserað á viðföng og viðmið hópsins. TGG og SSk munu útfæra líffræðina nánar og KJ og ÞÞ myndu sjá um jarðfræðina. Landslags- og víðernisverkefi munu leggja til niðurstöður varðandi fjölbreytni og menningarminjarnar verða teknar með inn eins og hægt er. Nokkur umræða fór einnig fram um hvaða fólk ætti að fá til verkefnanna sem fyrir liggja, tíma sem þau taka o.þ.h.   
  5. Umræður um rök fyrir einkunnagjöf: Frestað til seinni tíma.    
  6. Önnur mál: SSk sagði stuttlega frá fundi formanna rammaáætlunar með fulltrúum Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats áætlana sem haldinn var í liðinni viku.   
  7. Fundi slitið kl. 12:00.

 

HHS