69. fundur, 09.06.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

69. fundur, 09.06.2016, 14:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 14:10.
  2. Starfsáætlun verkefnisstjórnar til 1. september nk.: Farið var yfir helstu verkefni verkefnisstjórnar fram að lokadegi umsagnarferlis 3. ágúst. Fram kom að eitt veigamesta verkefnið væri að fara nánar yfir allar ábendingar sem bárust í fyrra umsagnarferlinu og fela faghópum að fjalla um einstök atriði sem varða einstaka virkjunarkosti. Í því sambandi kom fram að á síðustu dögum hefði formaður setið fundi með þremur virkjunaraðilum, að þeirra beiðni, þar sem farið var yfir fyrirliggjandi athugasemdir sem varða tiltekna virkjunarkosti. Verkefnisstjórn ræddi einnig þau verk sem henni voru falin með erindisbréfi og með viðauka við erindisbréf en hafa ekki bein áhrif á flokkun virkjunarkosta. Samþykkt var að fela formanni að leggja drög að umfjöllun í lokaskýrslu um þau atriði sem þar um ræðir. Eftir að umsagnarferli lýkur gefast aðeins um fjórar vikur til endanlegs frágangs á tillögu verkefnisstjórnar til ráðherra.
  3. Rannsóknir á vegum faghópa: Rannsóknir sem hófust sumarið 2015 voru viðameiri en svo að hægt væri að ljúka þeim á einu sumri. Nú eru í gangi viðræður um framhald tiltekinna grunnrannsókna, einkum sem varða landslag og víðerni. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að unnt verði að ljúka þessum rannsóknum í sumar, þar sem þær mun skapa mikilvægan þekkingargrunn og jafnvel ráða úrslitum um hvort hægt verði að ljúka flokkun einstakra virkjunarkosta fyrir haustið.
  4. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
  5. Fundi slitið kl. 16:25.

 

Herdís H. Schopka