65. fundur, 22.03.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

65. fundur, 22.03.2016, 09:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Gestir: Skúli Skúlason, formaður faghóps 1 og Anna Dóra Sæþórsdóttir, formaður faghóps 2, sátu fundinn kl. 10:00-11:30.

  1. Fundur settur kl. 09:15.
  2. Flokkun virkjunarkosta: Farið var yfir drög að tillögu verkefnisstjórnar að flokkun virkjunarkosta í orkunýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk og rætt um framsetningu niðurstaðna, uppsetningu lokaskýrslu, orðalag og skilgreiningar. Skúli Skúlason, formaður faghóps 1, og Anna Dóra Sæþórsdóttir, formaður faghóps 2, sátu fundinn kl. 10:00-11:30 og ræddu ýmsa þætti sem varða einkunnagjöf faghópanna. Einnig var m.a. rætt um áherslur á verndun víðerna í þingsályktun um landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi 16. mars sl.
  3. Fundarhlé: Gert var hlé á fundinum kl. 11:30-13:30 vegna annarra fundarhalda.
  4. Drög að lokaskýrslu: Formaður lagði fram drög að niðurstöðukafla í lokaskýrslu verkefnisstjórnar sem birt verður sem drög til kynningar samhliða opnum kynningarfundi 31. mars nk. Drögin voru rædd og formanni falið að vinna áfram að þeim í samráði við aðra fulltrúa í verkefnisstjórn.
  5. Opinn kynningarfundur 31. mars: Skipulag kynningar- og blaðamannafundar verkefnisstjórnar í Kaldalóni í Hörpu 31. mars nk. var rætt. Einnig var farið yfir skipulag kynningarfunda í landshlutunum í apríl. Fram kom að spurst hefði verið fyrir um kynningu fyrir íbúa Austurlands. Starfsmanni var falið að kanna möguleika á að bæta við fundi eystra og jafnframt á Vesturlandi.
  6. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
  7. Fundi slitið kl. 17:11.

 

Herdís H. Schopka