64. fundur, 14.03.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

64. fundur, 14.03.2016, 09:00-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir (ÞAÆS). ÞAÆS skrifaði fundargerð.

  1. Flokkun virkjunarkosta: Fram var haldið yfirferð yfir fyrirliggjandi upplýsingar sem haft gætu áhrif á endanlega flokkun virkjunarkosta í tillögu verkefnisstjórnar til ráðherra. Rætt var um framsetningu niðurstaðna, uppsetningu lokaskýrslu, orðalag og skilgreiningar.
  2. Nýtingarhlutfall jarðvarma til raforkuframleiðslu: Lagt var fram tilboð frá Þorleiki Jóhannessyni hjá Verkís í gerð minnisblaðs í framhaldi af kynningu á 55. fundi verkefnisstjórnar. Samþykkt var að skoða umfang verksins nánar áður en gengið verði til samninga.
  3. Fundargerðir faghópa: Fundargerðir nr. 30-32 frá faghópi 2 liggja fyrir á heimasíðu rammaáætlunar og voru lagðar fram á fundinum. 
  4. Önnur mál: Rætt var um kynningarfund í Hörpu 31. mars nk. og auglýsingar á fundaröð verkefnisstjórnar. Verkefnisstjórnin vill flýta fyrstu birtingu auglýsinga. Einnig var rætt um uppsetningu kynningar fyrir fundinn 31. mars. 
  5. Fundi slitið kl. 12:00 


/ÞAÆS