53. fundur, 28.10.2015

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

53. fundur, 28.10.2015, 10:30-12:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 10:40.
  2. Kynningarfundur verkefnisstjórnar 4. nóvember: Ákveðið hefur verið að verkefnisstjórn standi fyrir kynningarfundi í Þjóðminjasafni miðvikudaginn 4. nóvember nk. Á fundinum mun starf verkefnisstjórnar og faghópa verða kynnt og eftir þær kynningar verða almennar umræður. Fundurinn hefst kl. 14 og áætlað er að hann standi til 15:30.
  3. Aukaverkefni verkefnisstjórnar samkvæmt erindisbréfi: Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi hafði formaður haft samband við nokkra aðila varðandi kynningar á einstökum viðfangsefnum, svo sem nýtingarhlutfalli jarðhita til raforkuframleiðslu, áhrifum brennisteinsvetnis í lofti á lýðheilsu og stærðarmörk virkjunarkosta til umfjöllunar. Þá hafði formaður tekið saman stutt minnisblað um nýtingu vindorku, líforku og sjávarfallaorku til raforkuframleiðslu. Á fundinum var gerð nánari grein fyrir stöðu þessara mála og frekari vinna við þau rædd.
  4. Fundaáætlun næstu vikna: Gengið var frá áætlun um fundi verkefnisstjórnar til áramóta. Fundir verða sem hér segir:
    • 54. fundur verður haldinn fimmtudaginn 12. nóv. kl. 13-16
    • 55. fundur verður haldinn mánudaginn 23. nóv. kl. 13-16
    • 56. fundur verður haldinn 2. eða 3. des. Nánar ákveðið síðar
    • 57. fundur verður haldinn miðvikudaginn 16. des. kl. 13-16
  5. Norðurhálsar/Hverahlíð: Í framhaldi af samþykkt 49. fundar verkefnisstjórnar hafði borist álit faghóps 1 þar sem staðfest er að holur sem skáboraðar hafa verið út frá Hverahlíðarvirkjun séu innan virkjunarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar eins og það var afmarkað í 2. áfanga rammaáætlunar. Samþykkt var að fela formanni að senda virkjunaraðilanum erindi með staðfestingu á þessu.
  6. Önnur mál: Samþykkt var að taka vinnulag verkefnisstjórnar við úrvinnslu á niðurstöðum faghópa til umræðu á einhverjum næstu funda verkefnisstjórnar. Faghópar munu skila niðurstöðum sínum 17. febrúar 2016.
  7. Fundi slitið kl. 11:58.

 

Herdís H. Schopka