28. fundur, 19.05.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

28. fundur, 19.05.2014, 08:00-10:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

Fjarverandi: Hildur Jónsdóttir (HJ) boðaði forföll/veikindi.

  1. Fundur settur kl. 08:23. 
  2. Reglugerð um virkjunarkosti: HHS upplýsti að drög að reglugerðinni eru nú til lokameðferðar í UAR. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að reglugerðin verði sett sem fyrst. 
  3. Starfsreglur verkefnisstjórnar: Formaður lagði fram uppfærð drög að starfsreglum og voru þau rædd. Samþykkt var að taka endanleg drög fyrir á næsta fundi. 
  4. Upphaf starfs faghópa: Faghópur 2 hélt sinn fyrsta fund fimmtudaginn 15. maí. Umræða um fjármál faghópa frá þeim fundi var kynnt fyrir verkefnisstjórn. Í framhaldi af því fól verkefnisstjórn HHS að óska eftir yfirliti yfir núverandi fjárhagsstöðu 3. áfanga rammaáætlunar hjá skrifstofu fjármála og rekstrar í UAR og kynna á næsta fundi verkefnisstjórnar. 
  5. Önnur mál: Rætt var um forgangsröðun virkjunarkosta til umfjöllunar, komi til þess að ekki verði unnt að fjalla um alla kostina. Fram kom að mikilvægt væri að verkefnisstjórn ákveði forsendur hugsanlegrar forgangsröðunar áður en endanlegur listi Orkustofnunar yfir virkjunarkosti liggur fyrir. Ýmsar forsendur geta legið til grundvallar forgangsröðun, til að mynda áhugi virkjunaraðila á virkjunarkostum eða væntanlegur kostnaður við rannsóknir. 
  6. Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 27. maí kl. 8:10-10:00. 
  7. Fundi slitið kl. 10:05.

 

Herdís H. Schopka