27. fundur, 06.05.2014

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

27. fundur, 06.05.2014, 14:00-16:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Hildur Jónsdóttir (HJ), Helga Barðadóttir (HB), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Elín R. Líndal (ERL), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 14:14. 
  2. Reglugerð um virkjunarkosti: HHS upplýsti að lokadrög að reglugerðinni hefðu verið send til Orkustofnunar til umsagnar þann 28. apríl sl. og að stofnunin hefði fengið frest til 8. maí til að gera athugasemdir. Verkefnisstjórn leggur áherslu á að reglugerðin verði sett sem fyrst. 
  3. Starfsreglur verkefnisstjórnar: Formaður lagði fram uppfærð drög að starfsreglum og voru þau rædd. Samþykkt var að fela formanni að vinna áfram að drögunum með það að markmiði að verkefnisstjórn gæti afgreitt þau fyrir sitt leyti á næsta fundi. 
  4. Upphaf starfs faghópa: Fulltrúar í faghópum I og II hafa fengið skipunarbréf sín. Fram kom að formaður hefði rætt við formenn faghópanna um að boða hópana til fyrsta fundar við fyrstu hentugleika. Formaður verkefnisstjórnar mun sitja þessa fyrstu fundi. 
  5. Önnur mál: HB áréttaði nauðsyn þess að samskipti verkefnisstjórnar við UAR og ANR væru í föstum skorðum.  
  6. Næsti fundur var ákveðinn mánudaginn 19. maí kl. 8-10. 
  7. Fundi slitið kl. 16:05.

Herdís H. Schopka