14. fundur, 13.11.2013

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og nýtingu orkusvæða

14. fundur, 13.11.2013, 09:30-11:40

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Helga Barðadóttir (HB), Elín R. Líndal (ERL), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Hildur Jónsdóttir (HJ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 09:30.
  2. Farið yfir stöðu mála: Í lok síðustu viku var send beiðni til Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands, Minjastofnunar Íslands og Ferðamálastofu um álit stofnananna á því hvort fyrirliggjandi gögn nægi til að flokka virkjunarkostina þrjá í neðri Þjórsá. Þessa álits er leitað í samræmi við 1.mgr. 10.gr. laga nr. 48/2011. Svara er að vænta fyrir lok vikunnar.
  3. Skipun faghópa: Á síðasta fundi var ákveðið að nálgast skipun í faghópa út frá fagsviðum. SG útbjó eyðublað yfir helstu fræðasvið sem þurfa að eiga fulltrúa í faghópunum og setti inn nöfn. Farið í gegnum tillögurnar. Töluverðar umræður spunnust um hugtakið „náttúruvernd sem nýting“.
  4. Önnur mál: Frestað til næsta fundar.
  5. Fundi slitið kl. 11:40.

Herdís H. Schopka