5. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

5. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Haldinn á fjarfundi í Teams

Tími: 06. október 2021 kl. 14:00-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD). Ólafur Adolfsson (ÓA) kom á fundinn kl. 15:25.

Forföll: Ása L. Aradóttir (ÁLA).

UAR: Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: David Ostman (14:55-15:30).


Dagskrá: 

 1. Inngangur
 2. Fundargerð síðasta fundar
 3. Vefur RÁ og uppfærsla efnis - HHS
 4. Gögn faghópa og utanumhald þeirra. Vefsjá.
 5. Faghópar
 6. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:19.

 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

 2. HHS fór yfir vinnu sem er í gangi að uppfærslu vefs rammaáætlunar.

 3. Gögn faghópa. David Ostman kom inn á fundinn að kynna hugmyndir um framtíðarskipulag utanumhalds gagna faghópa rammaáætlunar. Hann sýndi þær tvær veflausnir um framsetningu landupplýsingagagna sem voru unnar í tíð 4. áfanga og fjallaði um muninn á þeim og framtíðarmöguleika. Rætt að flest sveitarfélög hérlendis noti map.is (grunnur Loftmynda) til að halda utan um sín landupplýsingagögn og hvort það væri skynsamlegt eða gerlegt að notast við sama kerfi fyrir rammaáætlun. Einnig rætt um hvaða fyrirkomulag væri best á hýsingu þessara gagna og hvað hentaði best fyrir þarfir Rammaáætlunar og þjónustu við hana. JGP og HHS munu taka þessa vinnu áfram og koma með tillögur þar að lútandi til verkefnisstjórnar.

 4. Faghópar. Efnistök faghópa, samsetning þeirra og tillögur að fólki til að leiða þá ræddar. Rætt sérstaklega um áherslur fyrir faghóp 4.

 5. Önnur mál:

  1. Orkumálastjóra verði boðið á næsta fund vstj.
  2. Minnisblað frá UAR til vstj. liggur nú fyrir.
  3. Næstu fundartímar ræddir.

Fundi slitið kl. 16:00