43. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

43. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 27. september 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

Forföll: Ólafur Adolfsson (ÓA)

UST: Katrín Sóley Bjarnadóttir (KSB), URN: Herdís Helga Schopka (HHS)

Dagskrá:

  1. Inngangur
  2. Kynnisferðir verkefnisstjórnar
  3. Samspil rammaáætlunar og vatnaáætlunar
  4. Aðferðafræði – greinargerð
  5. Staða vinnu faghópa við mat á virkjunarkostum
  6. Kynningafundur verkefnisstjórnar (undirbúningur)
  7. Önnur mál

Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:10.

1. Inngangur

a. Nýr starfsmaður verkefnastjórnar (KSB) kynnti sig sem og aðilar verkefnastjórnar. Fyrri starfsmaður (HHS) sat fundinn fyrstu 10 mínútnar og kvaddi svo hópinn.

b. JGP sagði frá kynningafundi KPMG um vindorku; voru með opin viðburð um vindorku. Viðburður aðgengilegur á heimasíðu KPMG og JGP tók þátt og var í panel.

2. Kynnisferðir verkefnisstjórnar

a. Verkefnisstjórn og faghópar RÁ eru búin að fara nokkrar í kynnisferðir á svæði með virkjunarkostum í sumar/haust. Ferðirnar voru mjög gagnlegar.

3. Samspil rammaáætlunar og vatnaáætlunar

a. Verkefnastjórn verður í áframhaldandi samskiptum við URN um leiðsögn um þetta samspil.

4. Aðferðafræði – greinargerð

a. Rætt um aðferðafræði sem RÁ hefur beitt og beitir, sem er fjölþáttagreining, (Multi Criteria Decision Analysis) og þeirrar viðbót við hana sem hefur komið með hagnýtingu landupplýsinga (GIS). Er fjölþáttagreining með landupplýsingum eða GIS-MCDA.

b. Unnið er að samantekt á því hvernig þessari aðferðafræði er beitt til undirbúnings og ráðgjafar fyrir flókna ákvarðanatöku.

5. Staða vinnu faghópa við mat á virkjunarkostum

a. Rætt um stöðu vinnu við greiningar faghópa á tilteknum viðfangsefnum við endurmatskostina úr 3. áfanga.

b. Vinna faghóps 3 um greiningar á samfélagslegum áhrifum vindorkukosta rædd.

6. Kynningafundur verkefnisstjórnar (undirbúningur)

a. Rætt um væntanlegan kynningar og upplýsingafund verkefnisstjórnar.

7. Önnur mál

a. Fundargerð síðasta fundar yfirfarið og samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:50