36. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

36. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 3. maí 2023 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

Formenn faghópa (sátu fund kl. 14:30-15:50): Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ), Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) og Jón Ásgeir Kalmansson (JÁK) og Páll Jensson (PJ)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)

Forföll: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS)


Dagskrá: 

  1. Inngangur 
  2. Greiningar faghópa (með formönnum faghópa frá 14:30) 
    1. Á vindorkukostum 
    2. Á öðrum virkjanakostum 
  3. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00

  1. Inngangur: 
    1. Formaður verkefnisstjórnar gerði grein fyrir fundi með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, aðstoðarmanni hans og fulltrúa ráðuneytisins um samspil vinnu verkefnisstjórnar við þá vinnu sem boðuð er í nýrri skýrslu stjórnvalda um vindorku, “Vindorka, valkostir og greining”. Mikilvægt er að verkefnisstjórn sé vel upplýst um þessa vinnu stjórnvalda og þær áherslur sem þar verða settar. 
  2. Vinna faghópa við greiningar á virkjunarkostum 2023. 
    1. Staða verkefna og tillögur faghópa að verkefnum ársins rædd. Formenn faghópa ræddu hver fyrir sig stöðu og framgang verkefna hjá viðkomandi faghóp. 
    2. Rætt um hvað sé raunhæft að vinna við greiningar á mörgum vindorkuverkefnum núna í ár af faghópum. Niðurstaða þess er að vinna með tíu vindorkuverkefni, sem eru þau fjögur sem unnið var með í 4. áfanga og ljúka mati á þeim, tvö verkefni sem eru aðliggjandi þeim og svo fjögur önnur verkefni þar sem tvö eru reyndar hlið við hlið. Að öðrum vindorkuverkefnum verður svo unnið í framhaldinu. 
    3. Farið yfir lista yfir alla virkjunarkosti sem faghópar eru að vinna að á árinu , þ.e. vindorkuverkefni, verkefni úr 4. áfanga og endurmatsverkefni sbr. ákvörðun Alþingis við afgreiðslu 3. áfanga. Þessi verkefni eru í meðfylgjandi lista (sjá pdf skjal ). 
  3. Önnur mál: 
    1. Vettvangsferðir/skoðunarferðir: Verkefnisstjórn mun ræða skipulag þeirra á sínum næsta fundi. 
    2. Mat á gæðum gagna: ADS spurði út í fyrirkomulag þess að fá lögbundnar umsagnir stofnana um gæði gagna. Í fyrri áföngum fengu faghópar umboð verkefnisstjórnar til að senda erindi inn til stofnananna, sem svo var gert. Faghópur 1 leitar umsagna UST, NÍ og Minjastofnunar; faghópur 2 leitar umsagnar Ferðamálastofu. ADS vekur athygli á að í fyrri áföngum hafi þessara umsagna verið leitað í lok ferlis virkjunarkosta hjá faghópum og það sé óhentugt. Samþykkt að faghóparnir skuli leita þessara umsagna og geri það fyrr í ferlinu. 
    3. Tímalína fyrir vinnu verkefnisstjórnar og faghópa: Rætt um tímalínu framundan og helstu vörður í vinnunni. 
    4. Ákveðið að formenn faghópa komi einnig á fund verkefnisstjórnar 24.05. nk.

Fundi slitið kl. 16:00.