28. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

28. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 14. desember 2022 kl. 14:30-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Vindorka

  1. Ýmis verkefni

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:30.

  1. Inngangur
    1. Þetta er síðasti fundur verkefnisstjórnar fyrir áramót. Ákveðið að hafa fyrsta fund eftir áramót þann 11.01. og svo aðra hverja viku eftir það, kl. 14:00-16:00. 
    2. Von er á bandarískum fræðimanni til HÍ eftir áramót. Heitir Jeromy Firestone, er prófessor við Hákólann í Delaware og er sérfræðingur í vindorkumálum. Rætt um mögulegt samtal við hann í mars 2023. 
    3. Verkefnisstjórn hefur tekið þátt í gerð svars við fyrirspurn þingmanns um stöðu vinnu við virkjunarkosti sem Alþingi flutti yfir í biðflokk úr orkunýtingar- og verndarflokkum í sumar. Drögum að svari komið til ráðuneytisins til afgreiðslu. 
    4. Kynningarfundur um störf verkefnisstjórnar: Rætt og ákveðið að boða til opins kynningarfundar um ýmis verkefni á vegum verkefnisstjórnar í samstarfi við formenn faghópa, helst seinni partinn í janúar, og bjóða jafnframt upp á streymi. 
    5. Einnig rætt að bjóða aðilum að kynna sín sjónarmið gagnvart vindorkuppbyggingu í kjölfar kynningarfunda virkjanaaðilanna á Teams fundi til kynningar. 
  2. Vindorkukostir. Fyrirliggjandi verkefni rædd, sem kynnt voru á kynningafundunum. Rætt um hvernig best sé að skipuleggja og forgangsraða vinnu við mat á þeim. Það er efni sem myndi henta að kynna á væntanlegum opnum kynningarfundi verkefnisstjórnar í upphafi árs. 
  3. Ýmis verkefni: Unnið að því að setja upp samninga og verkefnisáætlanir fyrir ýmis verkefni við greiningar og rannsóknir á virkjanakostum. Formaður kynnti yfirlit yfir verkefni og ráðstöfun fjármuna til þeirra eftir samskipti við formenn faghópa. Verkefnislýsingar og fjárhagsáætlanir eru í vinnslu. Samþykkt. 
  4. Önnur mál: engin

Fundi slitið kl. 16:00.