27. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

27. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Háhyrna, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Tími: 2. desember 2022 kl. 09:30-12:30


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD)

Formenn faghópa: Hafdís Hanna Ægisdóttir, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Jón Ásgeir Kalmansson og Páll Jensson, sátu fundinn frá kl. 11:00

URN: Herdís Helga Schopka (HHS) frá kl. 11:00


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Vindorkukostir

  1. Ýmis verkefni og fjármál

  1. Önnur mál, f.hl.

Formenn faghópa koma til fundar

  1. Formenn faghópa koma á fund

  1. Vindorkukostir

  1. Aðrir kynningarfundir

  1. Verkefni við mat á virkjanakostum

  2. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 09:45.

  1. Inngangur
    • Formaður greindi frá fundi og umræðu um vindorku á fundi hagsmunaráðs Landsnets. Einnig frá fundi með Orkustofnun um gagnaskil til rammaáætlunar. 
  2. Vindorkukostir. Áfram rætt um vindorkuverkefnin sem verkefnisstjórn er með til umfjöllunar og þau sjónarmið sem komu fram í kynningum framkvæmdaaðilanna. 
  3. Ýmis verkefni og fjármál: Rætt um ýmis verkefni sem formenn faghópa og verkefnistjórn hyggjast ráðast í til að meta og flokka virkjanakosti. 
  4. Önnur mál
    • Beiðni Landverndar til verkefnisstjórnar um endurupptöku tveggja virkjunarkosta rædd og formanni falið að móta drög að svari. 
    • Fyrirspurn þingsmanns til URN um stöðu mála í rammaáætlun rædd og formanni falið að koma á framfæri upplýsingum frá verkefnisstjórn. 
  5. Formenn faghópa koma til fundar, HHS kemur til fundar.
  6. Vindorkukostir: Rædd ýmis sjónarmið eftir yfirferð á innsendum tillögum og því sem kom fram á kynningafundum virkjanaaðilana, útfrá forsendum hvers faghóps varðandi mat á vindorkuverkefnum. Núna hafa 25 vindorkuverkefni verið skilgreind til rammaáætlunar frá Orkustofnun. 
  7. Aðrir kynningarfundir: Rætt að bjóða öðrum aðilum að kynna faghópum sín sjónarmið varðandi vindorkuuppbygginguna á sama formi og kynningar framkvæmdaaðilana. 
  8. Verkefni við mat á virkjanakostum: Undirbúningur að vinnu við það endurmat sem Alþingi óskaði á virkjanakostum í biðflokki ræddur. Það endurmat á virkjanakostum tengist einstökum faghópum á mismunandi hátt. 
  9. Önnur mál: Engin

Fundi slitið kl. 12:30.