26. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

26. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams

Tími: 9. nóvember 2022 kl. 14:00-15:40


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Ása L. Aradóttir (ÁLA), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD), Agnes Stefánsdóttir (AS)

Forföll: Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS)

URN: Herdís Helga Schopka (HHS)


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Kynningar á vindorkukostum

  1. Greiningar á virkjanakostum í biðflokki

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:05.

  1. Inngangur
    • Ákveðið að færa næsta fund verkefnisstjórnar aftur um ca. viku. HHS falið skipulag. 
  2. Kynningar á vindorkukostum: Nú hafa þeir aðilar sem sendu inn tillögur að vindorkukostum í 4. áfanga, sem 5. áfangi er nú með til vinnslu, kynnt fyrirætlanir sínar fyrir faghópum og verkefnisstjórn á Teams-fundum. Einn aðili á þó eftir að kynna. Innihald kynninganna rætt. Verkefnin mjög mislangt komin í undirbúningi. Verkefnisstjórn og formenn faghópa munu funda þegar öllum kynningum er lokið og ræða þar m.a. skipulag vinnu framundan og vinnuröð við mat á vindorkukostum í meðförum faghópa. 
  3. Greiningar á virkjanakostum í biðflokki: Rætt um efnistök og aðferðafræði við endurmat þeim virkjanakostum sem Alþingi setti í biðflokk við afgreiðslu 3. áfanga RÁ í júní sl. Þar er gert ráð fyrir greiningu á þeim efnisþáttum sem Alþingi tilgreindi í sinni afgreiðslu á þingsályktunartillögunni. 
  4. Önnur mál
    • Rætt í framhaldi af kynningunum á vindorkuverkefnunum, eftir samskipti við formenn faghópa, að æskilegt væri að fá kynningar og samtal við aðra aðila en fulltrúa virkjunaraðila. Ákveðið að vinna að því. 
    • Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 15:40.