24. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

24. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fundur

Tími: 12. október 2022 kl. 14:00-16:00


Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).

Dagskrá:

 1. Inngangur

 1. Vefsjá og vinnugögn

 1. Forgangsröðun vinnu

 1. Samskipti við formenn faghópa

 1. Kynningarfundir

 1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

 1. Inngangur:
  • Fundargerðir 17.-23. funda yfirfarnar og samþykktar.
  • Formaður greinir frá samskiptum við starfshóp ráðherra um vindorku á landi. 
 2. Vefsjá og vinnugögn: LMI hefur unnið vefsjá um gögn fyrir rammaáætlun, í samstarfi við formann verkefnisstjórnar og formenn faghópa. Þetta nýja tæki verður gagnlegt fyrir greiningar á virkjanakostum, utanumhald um gögn og eins til miðlunar útávið. LMÍ munu vinna að vefsjánni áfram, sérstaklega varðandi þarfir faghópanna. 
 3. Forgangsröðun vinnu verkefnisstjórnar. Rætt um þá virkjanakosti sem eru í forgangi í 5. áfanga, þ.e. þeir virkjanakostir sem Alþingi færði í biðflokk við afgreiðslu sína á 3. áfanga RÁ í júní sl., fyrirliggjandi vindorkukostir og svo þá aðra virkjanakosti sem sendir voru til 4. áfanga.
 4. Samskipti við formenn faghópa: Formaður hefur átt í samskiptum við formenn faghópanna fjögurra um skipulag þeirra vinnu.
 5. Kynningarfundir með fulltrúum vindorkuverkefna: Formenn faghópa hafa áhuga á að fá kynningar á þeim vindorkuvirkjunum sem senda hafa verið til rammaáætlunar. Rætt að skipuleggja slíka kynningarfundi 3.-4. nóvember og fá þar kynningar á þessum verkefnum fyrir alla fulltrúa í faghópum og verkefnisstjórn. Verði haldið á Teams. HHS tekur skipulagningu að sér.
 6. Önnur mál
  • Rætt um möguleika þess að verkefnisstjórn fari í vettvangsferðir á slóðir virkjunarkosta í 5. áfanga. Rætt að útfæra betur síðar. 
  • Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00.