12. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

12. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 8. febrúar 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).


Dagskrá:

  1. Inngangur

  1. Virkjanakostir

  1. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

  1. Inngangur 
    1. Formaður skýrir frá því að áformaskjal um fyrirhugað frumvarp ríkisstjórnar um aflaukandi aðgerðir sé komið í samráðsgátt stjórnvalda og hvetur fulltrúa til að kynna sér málið. Framgangur málsins mun hugsanlega hafa áhrif á það hvaða virkjunarkosti verkefnisstjórn tekur til meðferðar. Rætt. 
    2. Starf faghópa er komið vel af stað og er þar helst að nefna að faghópar 3 og 4 eru komnir á fulla ferð í þróun aðferðafræði. 
  2. Virkjanakostir í 5. áfanga
    1. Virkjunarkostir ræddir; þ.e. sérstaklega þeir sem eru í biðflokki núgildandi áætlunar og í 3. áfanga, svo og þeir virkjanakostir sem komu inn nýir í 4. áfanga. 
    2. Formaður hefur átt í samskiptum við Orkustofnun um virkjunarkosti til meðferðar hjá verkefnisstjórn. Verkefnisstjórn mun óska eftir frekari samtali við stofnunina um þetta vinnulag. 
  3. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 15:30