11. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

11. fundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Teams-fjarfundur

Tími: 2. febrúar 2022 kl. 14:00-16:00

Mætt:

Vstj: Jón Geir Pétursson (JGP) formaður, Agnes Stefánsdóttir (AS), Ása L. Aradóttir (ÁLA), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (GAS), Ólafur Adolfsson (ÓA) og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD).

URN: Herdís Helga Schopka (HHS).


Dagskrá:

 1. Inngangur 
 2. Starfshópur um gerð grænbókar í orkumálum 
 3. Fjármál RÁ 
 4. Virkjanakostir 
 5. Önnur mál


Fundarfrásögn:

Fundur settur kl. 14:00.

 1. Inngangur: Formaður opnar fundinn 
  1. Fundargerðir 8., 9. og 10. fundar samþykktar  
  2. Frumvarp um aflaukandi framkvæmdir er í vinnslu í URN 
  3. Gert er ráð fyrir að tillögur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um 3. áfanga rammaáætlunar verði lagðar fram á Alþingi eigi síðar en 31. mars 2022
  4. Málefni vindorku í rammaáætlun og samspil starfs verkefnisstjórnar við áform ríkisstjórnarinnar um vindorku í stjórnarsáttmála rædd. 
 2. Starfshópur um gerð grænbókar í orkumálum: Formaður verkefnisstjórnar á aðkomu að starfi nefndar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um gerð grænbókar í orkumálum. Hann gerði stuttlega grein fyrir framvindu vinnunnar. 
 3. Fjármál 5. áfanga: 
  1. Fastur kostnaður við rekstur verkefnisstjórnar og faghópa liggur nokkuð vel fyrir. Rætt um nauðsyn þess að verkefnisstjórn hafi góða yfirsýn yfir kostnað sem hlýst af fundavinnu og rannsóknum faghópa.
  2. Rætt að fá formenn faghópa með í vinnuna við gerð fjárhagsáætlunar. 
  3. Starfsmanni falið að bóka fund með sérfræðingum skrifstofu fjármála og rekstrar í URN varðandi þessi mál. 
 4. Virkjunarkostir: Starfsmaður hefur tekið saman yfirlit yfir alla virkjunarkosti í biðflokki. Rætt. 
 5. Önnur mál: Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00