1. fundur verkefnisstjórnar 5. áfanga

Fundarfrásögn

Fundargerð 1. fundar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, 5. áfanga

Staður: Háhyrna, Skuggasundi 3 

Tími: 3. júní 2021 kl. 13:00-15:00 


Mætt:  

Verkefnisstjórn: Jón Geir Pétursson (JGP), Ólafur Adolfsson (ÓA), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD), Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir (fór af fundi kl. 14:30), Ása L. Aradóttir, Agnes Stefánsdóttir 

UAR: Guðmundur Ingi Guðbrandsson (GIG) Herdís Helga Schopka (HHS), Björn Helgi Barkarson (BHB), Sigríður Auður Arnarsdóttir (SAA), Orri Páll Jóhannesson (OPJ). GIG og OPJ yfirgáfu fundinn kl. 14:00. BHB og SAA kl. 14:10. 


GIG setti fundinn og fundargestir kynntu sig.

GIG bauð nýja verkefnisstjórn velkomna til starfa og fjallaði um Rammaáætlun (RÁ) og hversu mikilvægt stjórntæki hún sé til að undirbúa ákvarðanatöku, en jafnframt séu ýmsar pólitískar áskoranir varðandi hana.

Ráðherra kom inná nokkur mál varðandi vinnu verkefnisstjórnar framundan m.a.:

  • Verið sé að vinna að erindisbréfi fyrir verkefnisstjórn í ráðuneytinu.

  • Mikilvægi þess að ný verkefnisstjórn og faghópar hennar haldi áfram þróun aðferðafræði vinnunnar, sérstaklega hvað varðar að leggja mat á samfélagsleg og efnahagsleg áhrif virkjanakosta.

  • Ræddi um varðveislu gagna sem til verða við vinnu verkefnistjórnar og faghópa hennar og utanumhald þeirra. Mikilvægt sé að ráðuneytið og verkefnisstjórn ræði hvernig því sé sem best háttað þannig að þessi opinberu gögn geti nýst við hverskonar ákvarðanatöku og séu aðgengileg.

  • Ræddi um stöðu mála í umfjöllun á Alþingi sem tengjast RÁ, m.a. þingsályktun um 3. áfanga, breytingartillögu um málsmeðferð vindorku í lögum um RÁ og frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Það hvernig Alþingi afgreiði þessi mál geti haft töluverð áhrif á vinnu nýrrar verkefnisstjórnar og mikilvægt sé að ræða aftur saman þegar liggur fyrir hvernig þessum málum ljúki í þinginu.

SAA: Óskaði nýrri verkefnisstjórn velfarnaðar. Ráðuneytið er með erindisbréf í vinnslu og mun geta gengið frá drögum að því þegar fyrir liggur með afgreiðslu Alþingis á þeim þingmálum sem tengjast RÁ. Tók undir að verkefnisstjórn fái það í drögum og geti gert við það ábendingar ef hentar.   

Umræður um ýmis mál sem varðandi vinnu í fyrri áföngum RÁ, áskoranir varðandi vinnuna framundan og samskipti verkefnistjórnar og ráðuneytisins.

HHS: Flutti stutta kynningu á ýmsum praktískum atriðum varðandi vinnuna 

JGP: Fjallaði um tillögur frá UAR um fjárveitingar til verkefnisins í fjárlögum og fjármálaáætlun til næstu ára svo og tillögur að greiðslum fyrir setu í verkefnisstjórn. Greidd verði föst mánaðarleg þóknun. Ekki gerðar athugasemdir við það. Næsti fundur verði haldin í ágúst og síðan verði settir niður fastir fundartímar á 2 vikna fresti í framhaldinu. Varamenn verði boðaðir fund verkefnisstjórnar til kynningar. Á næsta fundi verði HHS með kynningu á forsögu RÁ.  

Fundi slitið kl. 15:00. 


HHS/JGP