27-44. fundir faghóps 4, 25. nóvember 2022 - 3. maí 2023
Fundarfrásögn
Fundur 27, fjarfundur, föstudag 25/11 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ
Fundarefnið var stefna Landsvirkjunar (LV) um jöfnunarorku. Conor Byrne greindi frá starfi vinnuhóps LV sem annars vegar metur getu LV til að jafna vindorku og hins vegar vinnur að „vöruþróun“, þ.e. útfærslu jöfnunar. Varðandi getu LV þá greindi Conor frá því að þegar bæði Búrfellslundur og Blöndulundur verða komnir í notkun þá er m.v. núverandi stöðu ekki mikið afgangs, hann nefndi töluna 30 MW. Einnig greindi Conor frá hugmyndum um „vöruna“ sem LV muni selja en ekkert er enn ákveðið um það, né heldur um verð á jöfnunarorku, það er enn í skoðun.
Eftir að Conor yfirgaf fundinn var rætt um raforkumarkað á Íslandi og ákveðið að fá fund með Landsneti eða dótturfélagi þess um þau mál.
Fundur 28, staðfundur, miðvikudag 30/11 kl 10:00-11:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Fyrsti fundur með Rakel á OS, rætt m.a. um trúnað gagna og hvernig skyldi staðið að arðsemimati virkjanakosta. Auður Nanna segist vilja hætta í hópnum vegna hugsanlegs hagsmunaáreksturs, hennar fyrirtæki mun etv kaupa orku af vindorkuveri.
Fundur 29, fjarfundur, föstudag 9/12 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Rætt var m.a. um vindorkukosti og þau gögn sem OS hefur borist um þá.
Fundur 30, fjarfundur, föstudag 16/12 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Fundað var með Svandísi og Katrínu frá Landsneti og greindu þær hópnum frá vinnu við að koma á virkum raforkumarkaði á Íslandi.
Fundur 31, fjarfundur, miðvikudag 11/1 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Stuttur fundur var haldinn um stöðu mála í framhaldi af fundunum með Landsvirkjun og Landsneti.
Fundur 32, fjarfundur, miðvikudag 18/1 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
PJ greindi frá framhaldi af viðræðum við OS um fyrirkomulag arðsemireikninga og aðgengi að gögnum.
Fundur 33, fjarfundur, miðvikudag 25/1 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Áfram var haldið umræðum um efni síðasta fundar.
Fundur 34, fjarfundur, fimmtudag 2/2 kl 9:00-11:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Þetta var kynningarfundur Landsvirkjunar, „Hvað gerist þegar vindinn lægir“, þar sem fram kom m.a. hversu takmarkað jöfnunarafl er til í landinu.
Fundur 35, fjarfundur, þriðjudag 14/2 kl 14:00-15:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Farið var yfir glærur PJ fyrir kynningarfund Rammans daginn eftir 15 febrúar.
Fundur 36, staðfundur, miðvikudag 15/2 kl 10:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Opinn kynningarfundur Rammans í Þjóðminjasafninu.
Fundur 37, fjarfundur, miðvikudag 12/2 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Farið yfir opna fundinn viku áður og einnig rætt um fundi verkefnastjórnar með formönnum.
Fundur 38, fjarfundur, miðvikudag 8/3 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Sama efni og á síðasta fundi, fundir verkefnastjórnar með formönnum.
Fundur 39, fjarfundur, miðvikudag 22/3 kl 9:00-11:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Kynningarfundur Landsvirkjunar um virkjanakosti í neðri Þjórsá fyrir faghópa 3 og 4.
Fundur 40, fjarfundur, miðvikudag 29/3 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Samið var fyrsta uppkast að bréfi til að senda út á virkjanaaðila og óska eftir nánari gögnum. Marta stýrir málinu í samráði við lögfræðing OS.
Fundur 41, fjarfundur, þriðjudag 18/4 kl 13:00-15:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Kynningarfundur Landverndar á sjónarmiðum sínum varðandi vindorkuver.
Fundur 42, fjarfundur, miðvikudag 19/4 kl 10:00-11:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Hópurinn fylgdist með kynningu starfshóps ráðherra á málefnum vindorku.
Fundur 43, fjarfundur, miðvikudag 3/5 kl 9:30-11:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Kynning á Bolaöldu af hálfu Reykjavik Geothermal.
Fundur 44, fjarfundur, miðvikudag 3/5 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, MA, MRK og SIÓ
Hópurinn ræddi Bolaöldu í framhaldi af kynningu Reykjavik Geothermal.