1. - 17. fundir faghóps 4, janúar-júní 2022

Fundarfrásagnir

Fundur 1, fjarfundur, föstudag 21/1 kl 9-10


Mættir:
Páll Jensson (PJ)
Auður Nanna Baldvinsdóttir (ANB)
Margrét Arnarsdóttir (MA)
Marta Rós Karlsdóttir (MRK)
Örn Steinar Sigurðsson (ÖSS)

PJ bauð hópinn velkominn til starfa og var farið stuttlega yfir kynningar og faglega þekkingu viðstaddra. Einnig helstu formsatriði varðandi störf í Rammaáætlun. Rætt var um að fyrsta verkefni hópsins væri að móta aðferðafræði sem hópurinn vill fylgja og varð nokkur umræða um það. Undir lok fundarins baðst Örn Steinar undan því að vera í hópnum en lofaði að finna arftaka.
/PJ

Fundur 2, fjarfundur, föstudag 4/2 kl 11-12


Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Örn Steinar efndi loforð sitt og nú var Sveinn Ingi Ólafsson (SIÓ) mættur í hans stað. Rætt var áfram um aðferðafræði og hvaða upplýsingar hópurinn myndi hafa til að vinna úr. Þar sem það virstist nokkuð óljóst var ákveðið að funda sem fyrst með Orkustofnun og einnig með Landsneti varðandi tengikostnað og kerfislega áhrif tenginga virkjana við netið. MRK tók að sér að efna til fundar með OS en PJ tók sama að sér varðandi LN. Rætt var um að reyna að funda vikulega þessar fyrstu vikur og festa föstudaga kl 11 sem fundartíma.
/PJ

Fundur 3, fundur á Orkustofnun, föstudag 11/2 kl 10-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Þessi fundur var haldinn á Orkustofnun (OS) með Sylvíu Rakel Guðjónsdóttur og var fyrst og fremst kynning OS á hlutverki sínu og aðkomu OS að Rammaáætlun. Rætt var um þau gögn sem OS fær frá virkjanaaðilum, þ.e. um stofnkostnað (ekki reksturskostnað), afl og orkugetu. Virkjanakostir eru flokkaðir eftir hagkvæmni kr/kWh/ár og hefur Mannvit annast það, Ómar Örn. OS skilgreinir virkjanakosti fyrir verkefnastjórn Rammaáætlunar og sendir þeim öll gögn. Rætt var um að halda næsta fund með Landsneti.
/PJ

Fundur 4, fjarfundur með Landsneti, föstudag 18/2 kl 10-11

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Þessi fundur var haldinn með Gný Guðmundssyni hjá Landsneti. Gnýr sýndi vefsíðuna takmarkanir.landsnet.is og einnig Excel-skjal með tengikostnaði og bauð jafnframt að Landsnet myndi rýna útreikninga faghópsins varðandi tengikostnað. Rætt var um mismunandi mikilvægi staðsetninga virkjana. Gnýr taldi hins vegar ekki ástæðu til að fara út í msimunandi kerfisáhrif virkjanakosta. En hvað staðsetninga snertir þá þyrfti hópurinn að fá fund með formanni „byggðahópsins“. Gnýr yfirgaf svo fundinn.

Þá var rætt um að fá fund með Guðrúnu Sævars í verkefnastjórn. Einnig að ræða jöfnunarkostnað gagnvart vindorku við Landsvirkjun (Tinnu Traustadóttur og Val Ægisson). Orkustefnan var rædd. Loks var rætt um að fá vefsvæði fyrir hópinn, PJ mun hafa samband við Herdísi.
/PJ

Fundur 5, fjarfundur með gestum, föstudag 25/2 kl 11-12:30

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ
Þrír gestir voru boðaðir á þennan fund:

Guðrún A. Sævarsdóttir í Verkefnastjórn Rammaáætlunar. Fram kom m.a. að líklega þarf að bíða fram eftir vori eftir því að Alþingi afgreiði 3. áfanga Rammaáætlunar og þá fyrst fá faghópar lista yfir virkjanakosti sem fyrst og fremst verða kostir í biðflokki 3. áfanga. Guðrún vill helst að faghópur 4 taki fyrir alla kosti til samanburðar, ekki eingöngu biðflokkinn. Enn mun óvíst með vindorkukostina.

Jón Kalmansson formaður faghóps 3, en sá faghópur fjallar um samfélagsáhrif m.a. á nærsamfélög virkjana. Hópurinn hefur m.a. staðið fyrir könnunum á afstöðu fólks til virkjana. Jón ræddi um erfiðleika verkefnisins, m.a. vegna þess að samfélagsáhrif koma ekki fram fyrr en seinna. Hópurinn gerir ekki „quantitative“ útreikninga heldur reifar samfélagsáhrifin í orðum, og þar liggur væntanlega markalínan á milli hópa 3 og 4.

Úlfar Linnet hjá Landsvirkjun (Lv) hélt kynningu á starfi Lv hvað varðar jöfnunar/reglunarkostnað gagnvart vindorku og var það mjög fróðleg kynning. Úlfar benti m.a. á að umbeðin reglunarorka gæti orðið mun meiri en Lv ræður við og kæmi þá upp það sem hann kallar „úthlutunarvandamál“. Hópurinn mun fylgjast með framvindu þessara mála hjá Lv.

Fundur 6, fjarfundur, föstudag 11/3 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Þessi fundur var fyrst og fremst um aðferðafræði. PJ hafði sent út lýsingu á aðferðum faghóps 4 í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Allir fundarmenn voru sammála um að hópurinn myndi a.m.k. reikna út arðsemi og svokallaðan heildarhagnað hvers virkjanakosts, þ.á.m. núvirði og innri vexti. Spurningar vöknuðu um hvort hægt yrði að ganga lengra, þ.e. einhvers konar samfélagslega eða þjóðhagslega arðsemi. Bent var á að væntanlega væri hægt að fá Landsnet til að raða virkjanakostum eftir mikilvægi gagnvart raforkukerfinu.

Umræður urðu m.am um tilgang RÁ og mörk á milli faghópa og voru fundarmenn sammála um að gott væri að halda seminar eða ráðstefnu um það. PJ mun koma því á framfæri við verkefnisstjórn. Samþykkt var að PJ myndi vinna drög að texta um aðferðafræði. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudag 17/3 kl 11 (ekki föstudag 18/3).

 

Fundur 7, fjarfundur, fimmtudag 17/3 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Á þessum fundi urðu líflegar umræður m.a. um áætlanatíma („líftíma“) virkjanakosta og reiknivexti eða ávöxtunarkröfu, eftir m.a. því hvort um er að ræða vatnsorku, jarðhita eða vindorku. SIÓ mun senda út upplýsingar um td viðmið Landsvirkjunar. Og Marta mun skoða hvað Orkustofnun hefur um þetta. Auður benti á að jarðhitavirkjanir skapa gjarnan jákvæð hagræn áhrif svo sem td iðngarða. Margt fleira var rætt og stefnt að næsta fundi föstudag 25/3 kl 11.

Fundur 8, fjarfundur, föstudag 25/3 kl 11-11:30

Mættir:
PJ, MRK, SIÓ
ANB, MA boðuðu forföll

Þetta var stuttur fundur þar sem rætt var um útreikninga SIÓ á LCOE, PJ mun hreinskrifa plaggið yfir á tölvutækt form. Þá var rætt um nauðsyn þess að haldin yrði sameiginleg ráðstefna rammaáætlunar, þ.e. verkefnisstjórnar og allra faghópa.

Fundur 9, fjarfundur, föstudag 8/4 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

PJ greindi frá fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn 2 dögum áður, þar kom m.a. fram að einhvern tíma eftir páska mega faghópar búast við að fá virkjanakosti í hendur, uppistaðan er biðflokkur frá 3 áfanga en einnig kostir sem sendir voru inn í 4 áfanga og einhverjir kostir frá Orkustofnun. Alger óvissa ríkir enn um vindorkuna en formlega er hún a.m.k. enn inni í rammaáætlun. PJ hafði nefnt áhuga Fh4 á sameiginlegri ráðstefnu á fundinum með verkefnastjórnun og tóku allir einróma undir það, dagsetning ákveðin 2 maí.

Loks var rætt um að stofna vinnusvæði Fh4 í Teams og tók MRK það að sér.

Fundur 10, fjarfundur, föstudag 22/4 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

Byrjað var á að ganga úr skugga um að við öll gætum farið inn á Teams vinnusvæðið fyrir faghóp 4, en þar hefur MRK sett ýmis gögn. Minnst var á skoðanakönnunina og rætt um ávöxtunarkröfur og áætlunartíma og mun milli vinds, vatns, jarðvarma og vinds. M.a. að það bitnar á vindorku að þurfa að kaupa reglunarafl. En jarðvarmi nýtur annarra notkunarmöguleika (heitt vatn, iðngarðar, ...). Ákveðið var að reyna að hittast næst á Zoom miðvikudag 27/4 kl 11 og reyna að klára textann um aðferðafræði Fh4 fyrir þann tíma. Þar hefur MRK sett inn texta um jarðhita, SIÓ ætlar að gera svipað fyrir vatnsorku og MA fyrir vindorku. ANB ætlar að skoða ávöxtunarkröfur.

Fundur 11, fjarfundur, miðvikudag 27/4 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MRK, SIÓ, en MA var erlendis og meldaði afboð

Fundurinn var fyrst og fremst yfirferð yfir textann um aðferðafræði og útreikning SIO á LCOE., en textinn verður kynntur öðrum á ráðstefnunni nk mánudag 2 maí. Einnig var rætt um auðlindagjald, sem og jöfnunarkostnað (tekjur fyrir vatnsafl, kostnaður fyrir vindorku) og förgunarkostnað.

Fundur 12, staðfundur, mánudag 2/5 kl 10-16

Mættir:
PJ, ANB, MRK, MA, en SIÓ var með Covid

Þetta var ráðstefna með verkefnisstjórn og öllum faghópum og mun verkefnisstjóri væntanlega gera fundargerð.

Fundur 13, fjarfundur, föstudag 6/5 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MRK, MA, SIÓ

Á þessum fundi var farið yfir ráðstefnuna sl mánudag, öll vorum við sammála um að hún var mjög góð og gagnsemin mikil ekki síst fyrir okkar hóp þar sem allir eru nýliðar í RÁ. Rætt var um að beina athyglinni í næstu viku að ávöxtunarkröfunni (WACC) og áætlunartímanum sem er væntanlega mismunandi fyrir vatn, jarðhita og vind. Einnig mun PJ inna verkefnisstjóra eftir nokkrum dæmum sem hópurinn gæti notað sem „æfingardæmi“.

Fundur 14, fjarfundur, föstudag 13/5 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MRK, SIÓ en MA var fjarstödd

Á þessum fundi var einkum rætt um ávöxtunarkröfuna (WACC) og áætlunartímann, Auður kom með tillögur sem samþykkt var að nota alla vega til að byrja með, þ.e. WACC = 5% or eins fyrir allar gerðir virkjana (vatn, hiti, vindur) en áætlunartímar væru 50 ár fyrir vatnið, 40 ár fyrir jarðhita og 25 ár fyrir vindorku. Einnig var rekstrarkostnaður ræddur og nefndar voru tölurnar 0,8% fyrir vatn, 2% fyrir hita og 3,5% fyrir vind.

Fundur 15, fjarfundur, föstudag 3/6 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, MA, MRK, SIÓ

PJ ræddi um vinnuna næstu vikur og mánuði, hann mun þróa 3 arðsemilíkön (fyrir vatn, jarðhita og vind) og síðan verða nokkrir virkjanakostir skoðaðir og þessum líkönum beitt sem og LCOE formúlum og ákvarðanir um aðferðafræði teknar í framhaldinu. Búast má við fundum í júní en áformað sumarleyfi í ágúst. Næstu fundir verða með Herdísi um fjármálin og með Hagfræðistofnun um málþing þeirra. Umræður urðu um tillögur hagfræðinga um aðferðafræði ofl.

Fundur 16, fjarfundur, fimmtudag 16/6 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, SIÓ, en MA og MRK komust ekki

PJ sagði frá fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn daginn áður, í framhaldi af því að áfangi 3 í rammaáætlun var samþykktur á Alþingi, en við þá afgreiðslu fjölgaði í biðflokki. Endanlegur listi yfir virkjanakosti til mats í áfanga 5 kemur væntanlega eftir sumarleyfin frá Orkustofnun. Rætt var um að taka etv fyrst fyrir minna mengi. Athygli vakti að Búrfellslundur er kominn í nýtingarflokk.

 

 

Fundur 17, fjarfundur, mánudag 20/6 kl 11-12

Mættir:
PJ, ANB, SIÓ, en MA og MRK komust ekki

Þetta var fundur með Herdísi sem fór yfir tímaskráningar ofl. Herdís var fyrri helming fundarins og útskýrði tímaskráningarnar mjög vel. Við hin sátum áfram og skipulögðum vinnuna framundan.