7. fundur faghóps 3, 09.06.2022

Fundargerð

7. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

9. júní 2022 kl. 10:00 – 11:10 á Teams.


Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð
  1. Rætt um mögulegan fund með Landsneti. Beðið svara frá Jóni Geir um hvort verkefnisstjórn vilji vera í samfloti við faghópinn um slíkan fund.
  2. Auk friðlýstra svæða, rætt um áætlanir sveitarfélaga um svæði sem þau vilji vernda af einhverjum ástæðum. Upplýsinga um þetta þurfi að leita hjá einstökum sveitarstjórnum þegar kemur að mati á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta; hvaða væntingar sveitarfélög hafi um friðun og nýtingu tiltekinna svæða í framtíðinni, tengt útivist, vatnsvernd og öðru varðandi lífsgæði íbúa. Faghópurinn geti útbúið lista yfir atriði sem tengjast útivistar- og lífsgæðatengdum þáttum í mati á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta. Talað um rannsóknir Vífils Karlssonar á búsetugæðum víða um land. Einnig rætt um rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjárhagslegum ávinningi af verndun hér á landi. 
  3. Beðið svara frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vegna álits á leiðum til að áætla fasteignagjöld vegna orkumannvirkja.
  4. Rætt um væntanlegan fund með Sveini Margeirssyni um möguleika við fjölnýtingu jarðvarmaorku. Einnig rætt um nýsköpunarfyrirtæki sem eru að starfa á þessu sviði á Reykjanesi, Norð-Austurlandi og í Reykjavík.
  5. Ákveðið að leita eftir frekari upplýsingum frá orkufyrirtækum um fjölda starfa í tengslum við rekstur virkjana, og staðsetningu þeirra.
  6. Ákveðið að næsti fundur verði eftir um það bil tvær vikur.