3. fundur faghóps 3, 12.04.2022

Fundargerð

3. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

12. apríl 2022 kl. 10:00 – 11:00 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð
  1. Fundur faghópa með verkefnisstjórn sem fyrirhugaður er 2. maí undirbúinn. Rætt um hvaða þætti í komandi verkefnum faghópurinn myndi vilja fá umræðu um á fundinum. Í því sambandi meðal annars rætt um spurningar er lúta að því hvernig best sé að afmarka það samfélag, félagslegu hópa, samfélagslegu þætti og áhrifasvæði sem faghópurinn myndi meta.
  2. Þar sem enn liggur ekki fyrir hvaða virkjunarkostir koma til mats í yfirstandandi áfanga rammaáætlunar var það rætt í faghópnum hvort fýsilegt væri að velja einn virkjunarkost úr biðflokki 3. áfanga og skoða sérstaklega hvernig faghópurinn myndi meta hann. Rætt um hvaða virkjunarkostir kæmu helst til greina í því sambandi. Þá var einnig rætt um að horfa ekki aðeins til einstakra virkjunarkosta heldur í ríkari mæli til tiltekinna landsvæða, enda hafi áhrifasvæði einstakra virkjana stækkað mjög á umliðnum árum, meðal annars í takt við bættar samgöngur.
  3. Rætt um að nálgun faghópsins beinist að því að meta um það bil fimm samfélagslega áhrifaþætti. Við val og skilgreiningu á þeim þáttum yrði meðal annars tekið mið af þeim áherslum sem rannsóknir faghóps 3 í fyrri áföngum benda til að séu íbúum ofarlega í huga, á borð við tekjuöflun sveitarfélaga, samráð við íbúa, innviðauppbyggingu, orkuöryggi, eignarhald virkjunaraðila, náttúruvernd, osfrv. Jafnframt verði tekið mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markmiðum stjórnvalda í orku- og loftslagsmálum. Þannig verði til dæmis leitast við að leggja mat á samfélagsleg áhrif virkjunarkosta með tilliti til þess hvaða áhrif þeir hafa á markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þá var rætt um möguleika á því að láta hlutfallslegt vægi samfélagslegra áhrifaþátta taka mið af niðurstöðu félagsvísindalegra kannanna sem faghópurinn stæði fyrir.
  4. Ákveðið að næsti fundur faghópsins verði fimmtudaginn 28. apríl kl. 10:30.