24. fundur faghóps 3, 28.02.2023

Fundarfrásögn

24. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

28. febrúar 2023 kl. 10:00 – 11:40 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Helgi Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fyrri hluta fundarins.

Fundargerð

  1. Farið yfir skoðanakönnun á landsvísu á afstöðu til virkjana. Farið yfir allar spurningar og gerðar breytingar. Gert er ráð fyrir að Helgi sendi nýtt uppkast á faghópinn, sem framsenda megi á verkefnisstjórn og aðra faghópa.

  1. Rætt um beiðni verkefnisstjórnar til faghópa um að þeir skoði hvaða vinna fór fram í fjórða áfanga varðandi mat á Skúfnavatna-, Tröllár-, Hvanneyrardals-, Hamars-, og Bolaölduvirkjun, og leggi dóm á hvaða vinnu þurfi að vinna til viðbótar í tengslum við mat á þessum virkjunarkostum. Fram kom að þar sem hátt í þrjú ár eru síðan vinna faghóps 3 í fjórða áfanga var unnin þá þurfi að fara yfir ýmis atriði að nýju, til dæmis hvaða vinna og kynningar hafi verið unnar af hálfu virkjunaraðila á þessu tímabili. Þá var einnig bent á að ýmsar breytingar hafi orðið á samfélagslegum aðstæðum á þessum tíma, til dæmis sameining sveitarfélaga, orkukreppa í Evrópu og ný sjónarmið meðal sveitarfélaga varðandi hlutdeild í arði orkuframleiðslu. Hvað varðar virkjunarkostina á Vestfjörðum þá þurfi að skoða áætlanir um að reisa tengivirki í landshlutanum, auk þess sem eftir væri að kanna sjónarmið náttúrverndaraðila. Jafnframt var rætt um hvort matið gæti varpað ljósi á það hvort virkjunarkostirnir sem virkjar sama vatn á Glámusvæðinu, Tröllárvirkjun sem myndi virkja vatnið til suðurs eða Hanneyrardalsvirkjun sem myndi virkja vatnið til norðurs, myndu hafa ólík samfélagsleg áhrif í för með sér. Fara þyrfti jafnframt yfir þá vinnu sem unnin var í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum Hamarsvirkjunar. Þá hefði lítil sem engin vinna verið unnin varðandi mat á Bolaöldu.

  1. Ákveðið að halda vinnufund þriðjudaginn 23. mars kl. 9:00 á svæði HÍ.