23. fundur faghóps 3, 22.02.2023

Fundarfrásögn

23. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

22. febrúar 2023 kl. 10:00 – 11:40 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Helgi Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fundinn.

Fundargerð

  1. Rætt um kynningarfund verkefnisstjórnar 15. febrúar síðastliðinn í sal Þjóðminjasafnsins, einkum er varðar athugasemdir sem komu frá fundarmönnum við kynningu á störfum faghóps 3.

  1. Umræður um skoðanakönnun á landsvísu á afstöðu til virkjana. Farið yfir allar spurningar, nauðsynlegar ákvarðanir teknar og breytingar gerðar. Gert er ráð fyrir að Helgi sendi nýtt uppkast á faghópinn, sem framsenda megi á verkefnisstjórn og aðra faghópa.

  1. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10:00.