1. fundur faghóps 3, 20.01.2022

Fundargerð

1. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

20. janúar 2022 kl. 14:00 – 15:00 á Teams


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um faghópinn og hvort ástæða sé til að leita eftir þátttöku fleiri í honum. Ákveðið að bíða með ákvörðun.
  2. Rætt um aðferðafræðilega nálgun í komandi störfum faghópsins. Fram kom meðal annars: Hafa þarf samráð við íbúa að leiðarljósi. Byggja þarf ofan á þá þekkingu og aðferðafræði sem faghópur 3 í fyrri áföngum rammaáætlunar hefur beitt. Stefnt sé að því að blanda saman eigindlegum og megindlegum aðferðum; í því sambandi rætt um íbúafundi, rýnihópavinnu, skoðanakannanir, rökræðukannanir og fleira. Stefnt sé að því að nota fjarfundi í ríkum mæli þegar það á við. 
  3. Ákveðið að kanna hvaða rannsóknir liggi fyrir nú þegar varðandi þætti sem viðkoma vinnu faghópsins og hvort/hvernig þær séu aðgengilegar. 
  4. Rætt um að byrja þurfi á að kortleggja á hvaða svæðum virkjunarkostir í fimmta áfanga rammaáætlunar eru og afla grunn upplýsinga um þau svæði. 
  5. Nýr fundur ákveðinn 4. febrúar kl. 10.